Hafnarstjórn Fjallabyggðar

35. fundur 02. nóvember 2011 kl. 17:00 í fundarherbergi syðra á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Sverrir Sveinsson formaður
  • Gunnar Reynir Kristinsson aðalmaður
  • Steingrímur Ó. Hákonarson aðalmaður
  • Guðmundur Gauti Sveinsson aðalmaður
  • Ólafur Haukur Kárason aðalmaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Sigurður Helgi Sigurðsson Yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson hafnarstjóri

1.Undirritun þagnareiðs nefndarmanna fræðslunefndar

Málsnúmer 1110134Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn undirritaði þagnareið í samræmi við reglur sveitarfélagsins.

 

2.Fjárhagsáætlun 2012

Málsnúmer 1109161Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fram neðanrituð gögn til yfirferðar hafnarstjórnar.

1. Bréf frá Bæjarráði dagsett 2.11.2011. um vinnu hafnarstjórnar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár.

2. Upplýsingar lagðar fram til kynningar um tilhögun við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012.

3. Lagður fram listi og tillögur til framkvæmda og viðhalds fyrir árið 2012.

Hafnarstjórn ákvað að boða til aukafundar fimmtudaginn 10. nóvember 2012 kl. 17.00 í Ólafsfirði til að ræða og afgreiða neðanritað og var hafnarstjóra og yfirhafnarverði falið að setja upp tillögur um neðanritað fyrir fundinn í samræmi við óskir bæjarráðs.

a) Gjaldskrárhækkanir. Yfirhafnarverði er falið að leggja fram tillögur fyrir næsta fund.

b) Starfsmannahald og rekstur. Yfirhafrarverði er falið að leggja fram tillögur  um rekstrarliði fyrir næsta ár.                                                                                                                    
c) Fjárfestingar. Hafnarstjóra er falið að koma með tillögur að nýjum og nauðsynlegum fjárfestingum á árinu 2012.

d) Viðhald. Hafnarstjóra er falið að koma með tillögu að viðhaldsverkefnum fyrir árið 2012.

4. Upplýsingar frá Siglingastofnun er varðar útboð á Ólafsfirði lagðar fram til kynningar.  

4. Áætlun um öryggismál hafna lögð fram til kynningar.

5. Útboðslýsing á viðgerðum við staurabryggju lögð fram til kynningar.

3.Raflögn ábótavant - Ingvarsbryggja Siglufirði

Málsnúmer 1110099Vakta málsnúmer

Verið er að ljúka framkvæmdum við viðhaldsverkefni á Siglufirði.

Lagt fram til kynningar.

4.Raflögn ábótavant - Ólafsfjarðarhöfn

Málsnúmer 1110100Vakta málsnúmer

Verið er að vinna að við verkefnin á Ólafsfirði.

Lagt fram til kynningar.

5.Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2011/2012

Málsnúmer 1110130Vakta málsnúmer

Bæjarráð hefur samþykkt að sækja um byggðakvóta fyrir 9. nóvember n.k.

 

6.Fundur deildarstjóra 20. október 2011

Málsnúmer 1110115Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

7.Fundargerð 341. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands

Málsnúmer 1110122Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

8.Innkaupareglur Fjallabyggðar - endurskoðun og yfirferð

Málsnúmer 1012082Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

9.Trébryggja við austurkant, viðgerð

Málsnúmer 1111006Vakta málsnúmer

Útboðsgögn lögð fram til kynningar.

10.Önnur mál

Málsnúmer 0906111Vakta málsnúmer

Hitaveita í hafnarhús -  yfirhafnarvörður mun kanna kostnað fyrir næsta fund.

Spurt um afleysingamál á höfninni. Yfirhafnarvörður svaraði fyrirspurn.

Fundi slitið.