Fréttir

Blúshátíðin Ólafsfirði

Nú er dagskrá Blúshátíðarinnar á Ólafsfirði komin inn á heimasíðu þeirra, hátíðin er haldin dagana 28.-30. júníSlóðin er www.olafsfjordur.is/blues
Lesa meira

Afmælishátíð á Leikhólum, Ólafsfirði

Leikskólinn okkar er 25 ára nú í byrjun júní.Í tilefni af því er afmælishátíð á Leikhólum þann 9. júní frá klukkan 12:00-15:00Tekin verður fyrsta skóflustunga að viðbyggingu við leikskólann.Þá verður einnig sýning á verkum barnanna og ljósmyndasýning frá 25 ára sögu leikskólans. Svo verður að sjálfsögðu ýmislegt til gamans gert. Skralli trúður mætir á svæðið, hoppukastali, grill og risastór afmælisterta.Um leið og við minnum á þessi merku tímamót viljum við bjóða alla velkomna til okkar á laugardaginn í afmælisveisluna.Kveðja, börn og starfsfólk á Leikhólum.
Lesa meira

Sundlaug lokuð þessa vikuna

Sundlaugin verður lokuð þessa viku vegna viðhalds og framkvæmda
Lesa meira

Nemendur vinnuskóla

Mæting nemenda í vinnuskóla Fjallabyggðar (Siglufirði) er mánudaginn 11. júní kl. 8:30 í húsnæði vinnuskóla (Gamla áhaldahús)Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Lesa meira

Garðsláttur

Vinnuskóli og áhaldahús Fjallabyggðar bjóða ellilífeyrisþegum og öryrkjum upp á garðslátt í heimagörðum. Þeir sem hyggjast nýta sér þessa þjónustu skrái niður nafn og heimilisfang: Ólafsfjörður á bæjarskrifstofu (464-9200) Siglufjörður í Ráðhúsi (464-9100)
Lesa meira

Um slit á Hafnarsamlagi Eyjafjarðar

Eigendur Hafnasamlags Eyjafjarðar bs. hafa ákveðið að leggja samlagið niður. Þeir sem þurfa að reka erindi gagnvart þeim höfnum sem voru í samlaginu er bent á, frá og með 1. júní, að snúa sér til:• Hafnarsjóðs Fjallabyggðar, kt. 580607-0880, Ólafsvegi 4, 625 Ólafsfirði, vegna Ólafsfjarðarhafnar, • Hafnasamlags Norðurlands, kt. 6503712919, Fiskitanga 600 Akureyri, vegna Hríseyjarhafnar og • Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar, kt. 620598-2089, Ráðhúsinu 620 Dalvík, vegna hafnanna á Dalvík, á Árskógssandi og á Hauganesi. Samkvæmt ákvörðun eigenda mun Dalvíkurbyggð sjá um slit hafnasamlagsins. Þangað má því snúa sér ef um einhver vafamál er að ræða.Nánari upplýsingar gefur bæjarstjórinn í Dalvíkurbyggð, Svanfríður Jónasdóttir, s. 460 4902
Lesa meira

Skíðasvæðið opið laugardaginn 2. júní nk.

Vegna þess hve aðstæður í Skarðinu eru góðar og hve frábær veðurspáin er fyrir laugardaginn hér fyrir norðan hefur verið ákveðið að hafa Skíðasvæðið í Skarðinu opið laugardaginn 2. júní nk.frá kl. 10.00 - 17.00. Það er t.d. frábært að geta litið upp frá garðverkunum og skellt sér í skíðaparadísina í Siglufjarðarskarði, brettaáhugafólk athugið að aðstæðurnar geta ekki verið betri fyrir ykkur líka. Athugið: Góð íþrótt er gulli betri.
Lesa meira

Skíðasvæðið í Skarðdal

Skíðasvæðið í Skarðdal verður opið sem hér segir um Hvítasunnuna. Laugardag 13.00 - 17.00 Hvítasunnudag 13.00 - 17.00 Mánudag 13.00 - 17.00 Reynt verður að troða göngubraut út á Súlur ef veður leyfir. Það er nægur snjór og færið er gott enda búið að vera ansi kalt í veðri undanfarið. Nú ættu skíða og brettaunnendur að mæta og njóta þess sem í boði er enda hver að verða síðastur því þetta er síðasta helgin sem Skíðasvæðið verður opið þennan veturinn.
Lesa meira

Skíðasvæðið í Skarðsdal opið um Hvítasunnuna

Skíðasvæðið í Skarðsdal verður opið um hvítasunnuna laugardag, sunnudag og mánudag frá kl. 13.00 - 17.00. Reynt verður að troða göngubraut út á Súlur ef veður leyfir. Það er nægur snjór og færið gott enda búið að vera ansi kalt undanfarið. Allir hvattir til að nýta sér síðasta snjóinn á þessum vetri
Lesa meira

Gatnagerð - útboð

Fjallabyggð óskar eftir tilboðum í gatnagerð og lagnavinnu við eina götu og stórt bílaplan í Siglufirði. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum Fjallabyggðar í Siglufirði og Ólafsfirði.Verktími er júní og júlí. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 20. Júlí 2007.Tilboðum skal skila á skrifstofu Fjallabyggðar í Siglufirði eða Ólafsfirði fyrir kl 14:00 mánudaginn 4. júní 2007 og verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.Bæjartæknifræðingur
Lesa meira