29.09.2009
Bæjarfulltrúar og bæjarstjóri áttu fjarfund með fjárlaganefnd Alþingis í dag 29. september 2009, þar sem farið var yfir atriði sem Fjallabyggð vill fylgja eftir gagnvart framkvæmdavaldinu.
Lesa meira
24.09.2009
Þó nokkuð er um að hundar gangi lausir í þéttbýli í Fjallabyggð þrátt fyrir að það sé bannað samkvæmt samþykktum sveitarfélagsins um hundahald. Leyfilegt er að sleppa hundum lausum utan þéttbýlis í sveitarfélaginu, en þeir þurfa ávallt að vera í fylgd eiganda eða annarra sem hafa fulla stjórn á þeim. Innan þéttbýlisins eiga hundar alltaf að vera í taumi, hvort sem er á göngu eða í görðum eigenda.
Lesa meira
23.09.2009
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Menningarráð Eyþings og Urðarbrunnur (félag sem Hið þingeyska fornleifafélag, Þingeyskur sagnagarður og Fornleifaskóli barnanna standa að) gangast fyrir fundi um örnefni og örnefnasöfnun á Norðurlandi eystra miðvikudaginn 23. september, kl. 20.30 í Litlulaugaskóla í Reykjadal, Þingeyjarsýslu.
Lesa meira
18.09.2009
Eins og fram hefur komið hjá okkur þá er verið að fara í framkvæmdir við sundlaugina í Ólafsfirði.
Lesa meira
16.09.2009
Þriðjudaginn 15. September voru opnuð tilboð í uppsteypu tækjaklefa og standsetningu á sundlaugargarði við sundlaugina á Ólafsfirði.
Lesa meira
14.09.2009
Menningarfulltrúi Eyþings verður með viðtalstíma í Fjallabyggð 15. september vegna aukaúthlutunar á menningarstyrkjum 2009.
Lesa meira
11.09.2009
Vakin er athygli á að útivistartími barna- og ungmenna breyttist 1. september. Nú mega 12 ára börn og yngri vera úti til kl. 20 og 13 til 16 ára börn til kl. 22.
Lesa meira
11.09.2009
Í sumar setti Svavar B. Magnússon byggingameistari í Ólafsfirði upp ljósmyndasýningu utandyra á Tjarnarborgartorginu. Um er að ræða 45 ljósmyndir af náttúruhamförunum þann 28. ágúst 1988 og fréttaskýringar úr dagblöðum frá þessum tíma.
Lesa meira
11.09.2009
Ákveðið hefur verið að breyta helgaropnun íþróttamiðstöðvarinnar í Ólafsfirði fyrri hluta vetrar.
Lesa meira
07.09.2009
Sex slökkviliðsmenn úr Slökkviliði Fjallabyggðar sóttu námskeið í slökkvistöfum sem haldið var á vegum Brunamálastofnunar á Siglufirði um helgina.
Lesa meira