15.01.2010
Áhugamannafélag um fugla og fuglaskoðun í Fjallabyggð verður með kynningarfund á Hótel Ólafsfirði mánudaginn 18. janúar kl. 20:00.
Lesa meira
15.01.2010
Óskað er eftir umsóknum um verkefnastuðning frá Vaxtarsamningi Eyjafjarðar.
Allar atvinnugreinar hafa jafna möguleika á stuðningi, uppfylli umsóknir skilyrði og helstu atriði sem lögð eru til grundvallar við mat umsókna.
Skilyrði er að í verkefni sé um að ræða samstarf tveggja eða fleiri aðila og skal minnst helmingur þátttakenda vera fyrirtæki.
Lesa meira
14.01.2010
Eins og flestir hafa tekið eftir hefur verið blíðskaparveður og snjór horfið hratt af Lágheiðinni. Auðvitað er það þó aldrei svo að snjóinn taki alveg upp af veginum án notkunar moksturstækja. Í gær og í dag hefur verið unnið að opnun heiðarinnar og ætlunin er að hún opni kl 16:30 í dag.
Lesa meira
14.01.2010
Í Fjallbyggð keppist fólk nú við að prjóna. Karlar, konur og börn, aðfluttir og fráfluttir, gamalmenni og unglingar hafa tekið upp prjónana og keppast nú við að prjóna 17 km. langan trefil. Ætlunin er að nýta trefillinn til að tengja saman byggðarkjarnana alveg frá miðbæ Siglufjarðar í gegnum Héðinsfjarðargöng inn í miðbæ Ólafsfjarðar við vígslu gangana í lok september nk. þegar göngin verða formlega opnuð.
Lesa meira
14.01.2010
Menningarráð Eyþings auglýsir eftir umsóknum um styrki á grundvelli samnings mennta- og menningarmálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis við Eyþing frá 27. apríl 2007. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á Norðausturlandi.
Lesa meira
06.01.2010
Þessa dagana standa yfir kynningar á tillögum fræðslunefndar Fjallabyggðar um sameiningu fræðslustofnanna í sveitarfélaginu áður en endanlegar ákvarðanir verða teknar af bæjarstjórn. Kynningarnar eru fyrir starfsmenn, nemendur, foreldra og aðra íbúa Fjallabyggðar.
Lesa meira
05.01.2010
Starfsmenn og bæjarfulltrúar Fjallabyggðar óska íbúum Fjallabyggðar og landsmönnum öllum gleðilegs árs og velfarnaðar á árinu 2010
Lesa meira
23.12.2009
Ágæti íbúi Fjallabyggðar, ég sendi þér og þinni fjölskyldu bestu óskir um gleðileg
jól og farsælt komandi ár.
Lesa meira
22.12.2009
Í ljós hafa komið gallar á frágangi á stefnum sem byrjað var að dreifa til heimila á Siglufirði í dag. Dreifingin hefur því verið stöðvuð þar til gallarnir hafa verið lagfærðir.
Lesa meira
22.12.2009
Að gefnu tilefni viljum við biðja fólk að skilja ekki eftir sorp við girðingar gámasvæða utan opnunartíma þeirra. Íbúar eru hvattir til að kynna sér opnunartíma gámasvæða og mæta með ruslið þegar opið er.
Lesa meira