Fréttir

Heitu pottarnir í Ólafsfirði

Nú styttist í að heitu pottarnir við íþróttamiðstöðina í Ólafsfirði verði teknir í notkun. Búið er að klára pottana sjálfa og er verið að ganga frá handriði og umhverfi í kringum pottana. Allar líkur eru á að pottarnir verði opnaðir um helgina.
Lesa meira

Frí í Tónskóla Fjallabyggðar fimmtudaginn 9 september

Vegna svæðisþings Tónlistarkennara á Norðurlandi verður frí fimmtudaginn 9 september í Tónskóla Fjallabyggðar. Kennsla verður síðan föstudaginn 10 september samkvæmt stundaskrá. Skólastjóri.
Lesa meira

Malbikun fer fram í dag

Vegurinn upp á golfvöll í Ólafsfirði og út á Kleifar verður lokaður í allan dag. Framkvæmdir töfðust og verður væntanlega ekki hægt að hleypa á umferð fyrr en á morgun.
Lesa meira

Vinnuskóli Fjallabyggðar

Vinnuskóli Fjallabyggðar hefur lokið störfum þetta sumarið.
Lesa meira

Störf hjá Grunnskóla Fjallabyggðar

Grunnskóli Fjallabyggðar auglýsir laus eftirfarandi störf:
Lesa meira

Vígsla Héðinsfjarðarganga 2. október 2010

Fjallabyggð óskar eftir samstarfi við þá sem ætla að vera með listviðburð, veita þjónustu eða annað skemmtilegt helgina 2.-3. október. Ætlunin er að allir viðburðir þessa helgi verði auglýstir saman í viðburðardagskrá tengdri helginni.  Hafa skal samband við undirritaðan hið fyrsta. Allar ábendingar og hugmyndir  í sambandi við vígsluna eru vel þegnar. Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri
Lesa meira

Foreldrafundir Grunnskóla Fjallabyggðar

Kynningarfundir fyrir foreldra um skipulag nýja skólans sem til stóð að halda 24. og 25. ágúst verða færðir til. Fundur fyrir foreldra nemenda í 1.-10. bekk Ólafsfirði verður fimmtudaginn 26. ágúst kl. 18 í skólahúsinu við Tjarnarstíg. Fundur fyrir foreldra nemenda í 1.-10. bekk á Siglufirði verður mándaginn 30. ágúst kl. 18 í skólahúsinu við Hlíðarveg. Á fundunum verður farið yfir skipulag starfsstöðva skólans og skólaakstur fyrir nemendur í unglingadeild.
Lesa meira

Opnun íþróttamiðstöðvarinnar í Ólafsfirði

Íþróttamiðstöðin í Ólafsfirði verður opin sem hér segir næstu viku (ath. búið er að opna sundlaug og vaðlaug): Mánudag-fimmtudag: 6:45-11:00 og 16:00-20:00 Föstudag: 6:45-11:00 og 16:00-18:00 Laugardag og sunnudag: 10:00-14:00 Eftir næstu viku er líklegt að vetraropnunartími taki gildi.
Lesa meira

Sundlaugin í Ólafsfirði opnar

Sunnudaginn 22. ágúst mun sundlaugin í Ólafsfirði verða opin frá kl. 10:00 - 13:00. Búið er að koma sundlauginni og vaðlauginni í gagnið. Enn er verið að vinna við framkvæmdir á svæðinu og verður því ekki full opnun í næstu viku. Opnun næstu viku verður auglýst nánar á morgun, en búast má við að hún verði opnuð á morgnana og svo aftur um miðjan dag.
Lesa meira

Héðinsfjarðargöng á skólasetningu

Upplýsingar frá skólameistara Menntaskólans á Tröllaskaga
Lesa meira