Samþykktar hafa verið nýjar umgengisreglur fyrir geymslu- og gámasvæði í Fjallabyggð og hafa þær tekið gildi. Reglurnar koma í framhaldi af hreinsunarátaki sem hefur verið í gangi í sveitarfélaginu í sumar.
Geymslu- og gámasvæðið á Siglufirði hefur verið flutt á nýja staðsetningu við Ránargötu og hefur það svæði verið tekið í notkun. Á Ólafsfirði er unnið að því þessa dagana að farga ónýtum gámum og fegra svæðið.
Samkvæmt upplýsingum frá Hreinsitækni, sem hefur aðstoðað Fjallabyggð í átakinu, hefur meira en 100 tonnum af járni (gámar, bílar og járnarusl) verið fargað og að það eigi eftir að farga að minnsta kosti 120 tonnum til viðbótar.
Í nýjum reglum sem samþykkar hafa verið eru settar meðal annars fram eftirfarandi krörfur:
- Sækja skal um leigupláss á skipulögðu geymslu- og gámasvæði í gegnum fjallabyggd.is
- Óheimilt er að framleigja/framselja svæði sem hefur verið úthlutað
- Hlutir og búnaður sem geymdir eru á gámasvæði mega ekki innihalda mengandi efni
- Gámar skulu málaðir í sama lit og skal litur þeirra vera dökk grár (RAL 7030/Sone Grey)
- Ekki má rekja atvinnustarfsemi eða hafa búsetu á svæðinu.
Nánar má lesa um reglurnar hér.

