Jólaandinn svífur yfir Ólafsfirði
Jólaandinn sveif yfir þegar jólaljósin voru tendruð á jólatrénu við Tjarnarborg í Ólafsfirði á föstudag. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir flutti hugvekju og Tinna Hjaltadóttir og Guðmann Sveinsson tóku nokkur jólalög auk þess sem börn úr leikskólanum Leikhólum sungu jólalög. Þá tóku nokkrir jólasveinar forskot á sæluna og mættu til byggða til þess að hitta börnin.