Nýir vegfarendur taka sín fyrstu skref í umferðinni
Þessa dagana eru skólar að hefja starfsemi fyrir komandi vetur. Leikskólinn í Fjallabyggð er þegar byrjaður, Menntaskólinn á Tröllaskaga hefur starfsemi í dag, mánudag, og næstkomandi föstudag, 22. ágúst, er skólasetning hjá Grunnskóla Fjallabyggðar.