14.11.2025
Vegagerðin hefur boðið út for- og verkhönnun Fljótaganga, vegagerðar á Siglufjarðarvegi milli Stafár í Fljótum og tengingu við núverandi Siglufjarðarveg í botni Siglufjarðar. Um er að ræða 24 km vegagerð og 5,3 km löng jarðgöng. Frestur til að skila inn tilboðum er til 16. desember.
Lesa meira
13.11.2025
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis í Ólafsfirði. Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 5. nóvember 2025 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis í Ólafsfirði, í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lesa meira
12.11.2025
Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember alþjóðlegum minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa. Minningardagurinn í ár er sunnudaginn 16. nóvember. Minningarathöfn verður við kirkjutröppurnar á Siglufirði klukkan 17:00 og við minningarsteininn í kirkjugarðinum á Ólafsfirði kl. 17:45.
Lesa meira
10.11.2025
Í tilefni Vinaviku komu börnin úr elstu deild Leikskála í heimsókn á bæjarskrifstofu Fjallabyggðar.
Lesa meira
06.11.2025
Þessa dagana er unnið að tiltekt á gámageymslusvæði Fjallabyggðar á Ólafsfirði. Verið er að sletta svæðið og ráða gámum betur upp og snyrta svæðið.
Lesa meira
03.11.2025
263. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Tjarnarborg, Aðalgötu 13, Ólafsfirði 5. nóvember 2025 kl. 17:00.
Lesa meira