10.10.2023
Íslenska gámafélagið með sérútbúinn tveggja hólfa bíl.
Næstu þrjá mánuði verður breyting á sorphirðu í Fjallabyggð. Þar sem Íslenska gámafélagið notast nú við bíl með tveimur hólfum verður hér eftir almennt sorp og lífrænt losað á sama tíma og pappi og plast á sama tíma.
Lesa meira
10.10.2023
Í október verður kynningarfundur um verkefnið Straumhvörf og í lok október og byrjun nóvember verða haldnar vinnustofur
Straumhvörf er nýtt vöruþróunarverkefni í ferðaþjónustu sem nær yfir allt Norður- og Austurland og er ætlað fyrirtækjum í ferðaþjónustu og fulltrúum sveitarfélaga. Tilgangurinn er að nýta tækifæri sem felast í auknu millilandaflugi til Norður- og Austurlands og búa til nýjar vörur og vörupakka í ferðaþjónustu. Að verkefninu standa Austurbrú/SSA, Markaðsstofa Norðurlands, SSNV og SSNE.
Lesa meira
09.10.2023
Tilkynning til íbúa, eigenda sumarhúsa og gesta í Fjallabyggð vegna veðurviðvörunar !
Veðurstofa Íslands hefur hækkað viðvörun sína vegna veðurs á morgun, þriðjudaginn 10. október, úr gulu í appelsínugula. Viðvörun er í gildi frá klukkan 06 á þriðjudag til klukkan 06 á miðvikudag.
Lesa meira
04.10.2023
Fjallabyggð óskar eftir tilboðum í verkið: Skálarhlíð – Endurnýjun þaka og þaksvala.
Lesa meira
04.10.2023
Haustfundur með aðilum innan ferðaþjónustu-, menningar-, afþreyingar- og þjónustu í Fjallabyggð verður haldinn í Tjarnarborg 14. nóvember nk. kl. 17:00 - Takið daginn frá !
Lesa meira
03.10.2023
Leikfélag Fjallabyggðar fagnar 10 ára afmæli í ár með afmælissýningunni Ert’ekk’ að meinaða! Boðið verður upp á tvær sýningar í Tjarnarborg laugardaginn 7. október kl. 20:00 og sunnudaginn 8. október kl. 17:00.
Lesa meira
02.10.2023
Afkomendur Dóru Jónsdóttur og Sigurðar Sigurðarsonar færðu Fjallabyggð að gjöf verk sem unnið var af Dóru í samvinnu við Höllu Haralds listakonu frá Siglufirði. Halla teiknaði myndina á striga en Dóra rýjaði úr plötulopa. Verkið vann hún meðan þau hjón bjuggu á Siglufirði en eiginmaður Dóru, Sigurður Sigurðsson var læknir á Siglufirði á árunum 1962 til 1972.
Lesa meira
02.10.2023
Fimmtudaginn 28. september sl. var var haldinn, í Ráðhúsi Fjallabyggðar, kynningarfundur fyrir íbúa og hagaðila. Á fundinum voru fyrstu drög að deiliskipulagi hafnarsvæðis Siglufjarðar kynnt.
Lesa meira
26.09.2023
Menningar-og viðurkenningasjóður KEA auglýsir eftir styrkumsóknum
Styrkúhlutun tekur til eftirfarandi flokka:
Lesa meira
25.09.2023
Vinna er hafin við deiliskipulag hafnar- og athafnasvæðis á Siglufirði. Deiliskipulagið er unnið af Lilju Filippusdóttur hjá Lilium teiknistofu og mun hún kynna frumdrög og hugmyndafræði deiliskipulagsins fimmtudaginn 28. september nk. í Ráðhúsi Fjallabyggðar kl. 17:00.
Lesa meira