Fréttir

Ljósin tendruð á jólatrjánum í Fjallabyggð

Frábærar fjölmennar jólastundir voru á Siglufirði og Ólafsfirði um nýliðna helgi þegar ljósin voru tendruð á jólatrénu á Ráðhústorginu og við Tjarnarborg.
Lesa meira

Siglufjarðarkirkja fullsetin á jólatónleikum

Frábærir tónleikar hjá Karlakór Fjallabyggðar í fullsetinni Siglufjarðarkirkju nú um helgina ásamt Sölku kvennakór frá Dalvík og var sannkallaður jólaandi sem réði ríkjum á tónleikum kóranna. Meðleikari var Hörður Ingi Kristjánsson og stjórnendur voru Edda Björk Jónsdóttir og Mathias Spoerry.
Lesa meira

Skógarböðin bjóða félögum eldri borgara Fjallabyggðar frítt í böðin

Skógarböðin bjóða félögum eldri borgara Fjallabyggðar frítt í böðin þriðjudaginn 12. desember milli kl. 10:00 og 14:00
Lesa meira

Jólatónleikar Karlakórs Fjallabyggðar og Kvennakórsins Sölku

Jólatónleikar Karlakórs Fjallabyggðar verða haldnir þann 2. desember 2023. Karlarnir fá til liðs við sig Kvennakórinn Sölku frá Dalvík og munu kórarnir syngja bæði saman og í sitthvoru lagi jólalög úr ýmsum áttum.
Lesa meira

Fjárhagsáætlun Fjallabyggðar árið 2024. Fyrri umræða – Bókun bæjarstjóra

Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Fjallabyggðar fór fram á fundi bæjarstjórnar í gær. Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri tók til máls og kynnti fjárhagsáætlun Fjallabyggðar fyrir árið 2024.
Lesa meira

Fjölmenni við formlega opnun Kaffi Klöru

Í tilefni þess að nýir eigendur hafa tekið við rekstrinum á Kaffi Klöru á Ólafsfirði, buðu þeir gestum og gangandi upp á heitt súkkulaði með rjóma og nýbakaðar vöfflur sl. laugardag. Óhætt er að segja að fjölmenni hafi lagt leið sína á staðinn og notið góðra veitinga þegar veitinga- og gistihúsið var opnað á ný eftir breytingar.
Lesa meira

Jólaljósin tendruð í Fjallabyggð

Við ætlum að kveikja ljósin á jólatrjánum í Fjallabyggð 1. og 2. desember.
Lesa meira

236. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

Bæjarstjórn Fjallabyggðar 236. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar, verður haldinn í Tjarnarborg, Aðalgötu 13, Ólafsfirði þann 27. nóvember 2023 kl. 17:00.
Lesa meira

Súpufundir með Markaðsstofu Norðurlands á Sauðárkróki, Akureyri og í Mývatnssveit

Markaðsstofa Norðurlands býður upp á súpufundi dagana 28.-30. nóvember, á Sauðárkróki, Akureyri og í Mývatnssveit.
Lesa meira

Haustfundi ferðaþjónustu 21. nóvember af Innihald:lýst

Haustfundi markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar með aðilum innan ferðaþjónustu-, menningar-, afþreyingar- og þjónustu í Fjallabyggð sem halda átti 21. nóvember nk. í Tjarnarborg hefur verið aflýst vegna óviðráðanlegra orsaka. Nýr fundur verður boðaður í febrúar 2024. Beðist er velvirðingar á þessu. Markaðs- og menningarnefnd.
Lesa meira