Velferðarnefnd Fjallabyggðar

3. fundur 01. október 2025 kl. 16:00 - 17:12 Bylgjubyggð 2b, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Sæbjörg Ágústsdóttir formaður
  • Ólafur Baldursson varaformaður
  • Ólöf Rún Ólafsdóttir aðalm.
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sviðsstjóri
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs

1.Starfsemi velferðarsviðs 2025

Málsnúmer 2509091Vakta málsnúmer

Farið yfir starfsemi félagsmáladeildar 2025.
Lagt fram til kynningar
Deildarstjóri gerði grein fyrir helstu verkefnum undanfarið og framundan.

* Fjárhagsaðstoð.
* Þjónusta við aldraða -stuðningsþjónusta.
* Skálarhlíð -leiguíbúðir aldraðra.
* Þjónusta við fólk með fötlun.
* Lögfesting á samningi Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
* Breytingar á örorku- og endurhæfingarkerfinu.
* Stofnun um öryggisráðstafanir.
* Styrkveiting til Fjallabyggðar í þágu farsældar barna.
* Endurskoðun á reglum um fjárhagsaðstoð.
* Breytingar á lögum um sérstakan húsnæðisstuðning.
* Skráningarskylda leigusamninga í leiguskrá.

Umtalsverð aukning er í heimaþjónustu m.a. heimsendum mat og annarri þjónustu þar sem hópurinn hefur stækkað.

Veruleg þörf er á að fara í breytingar á eldhúsi Skálarhlíðar sem er allt of lítið og óhentugt.

2.Reglur um fjárhagsaðstoð-tillaga að breytingu

Málsnúmer 2509089Vakta málsnúmer

Reglur um fjárhagsaðstoð - tillaga að breytingu.
Afgreiðslu frestað
Deildarstjóri félagsmáladeildar fór yfir helstu tillögur að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð en reglur Fjallabyggðar eru frá árinu 2012.
Málið verður tekið aftur fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

3.Fundargerðir Framkvæmdaráðs um barnavernd á Mið - Norðurlandi

Málsnúmer 2303068Vakta málsnúmer

Fundargerð 5. fundar framkvæmdaráðs um barnavernd á Mið - Norðurlandi lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

4.Kostnaðar- og ábyrgðarskipting ríkis og sveitarfélaga í þjónustu við fatlað fólk -Áfangaskýrsla

Málsnúmer 2402049Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla um kostnaðar- og ábyrgðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:12.