Ungmennaráð Fjallabyggðar

35. fundur 25. janúar 2023 kl. 16:15 - 17:15 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ronja Helgadóttir aðalmaður
  • Kristján Már Kristjánsson varamaður
  • Ingólfur Gylfi Guðjónsson varamaður
  • Jóhann Gauti Guðmundsson aðalmaður
  • Helgi Már Kjartansson aðalmaður
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála

1.Fegrum Fjallabyggð - samráðsvettvangur íbúa

Málsnúmer 2210033Vakta málsnúmer

Fegrum Fjallabyggð er samráðsverkefni íbúa og stjórnsýslu um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri verkefna í nærumhverfi íbúa í Fjallabyggð. Verkefnið hófst í janúar 2023 og lýkur að hausti 2024. Markmiðið er að virkja almenning til þátttöku í lýðræðislegri umræðu og ákvarðanatöku.
Lagt fram til kynningar
Íris Stefánsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi Fjallabyggðar var gestur fundarins. Hún kynnti fundarmönnum verkefnið Fegrum Fjallabyggð og hvatti þá til að senda inn hugmyndir. Opið er fyrir hugmyndir til 1. febrúar nk. Ungmennaráð þakkar Írisi fyrir góða kynningu og lýsir yfir ánægju með skemmtilegt og flott verkefni.

2.Starfsemi Neons 2022-2023

Málsnúmer 2212006Vakta málsnúmer

Ungmennaráð ræðir um starfið í Neon. Opið er í Neon á tveggja til þriggja vikna fresti fyrir 16 - 18 ára ungmenni. Rætt um hvað hægt væri að gera fyrir þennan aldurshóp í Neon.
Ungmennaráð ákveður að leita til nemendafélags MTR eftir hugmyndum um hvað hægt er að gera í Neon fyrir aldurshópinn 16-18 ára.

Fundi slitið - kl. 17:15.