Starfsemi Neons 2022-2023

Málsnúmer 2212006

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 34. fundur - 14.12.2022

Efnt til umræðu um starf félagsmiðstöðvarinnar með ungmennaráði fyrir líðandi skólaár og hvernig ráðið vill sjá starfsemina þróast í framtíðinni.
Lagt fram til kynningar
Ungmennaráð ræddi starfið í félagsmiðstöðinni Neon og hvernig það vildi sjá það þróast út veturinn. Rætt um ýmsar hugmyndir. Rætt um að gott væri að auka opnun fyrir 5.-7.bekk og 16-18 ára í félagsmiðstöðinni, hafa opið tvisvar sinnum í mánuði fyrir þessa aldurshópa.

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 35. fundur - 25.01.2023

Ungmennaráð ræðir um starfið í Neon. Opið er í Neon á tveggja til þriggja vikna fresti fyrir 16 - 18 ára ungmenni. Rætt um hvað hægt væri að gera fyrir þennan aldurshóp í Neon.
Ungmennaráð ákveður að leita til nemendafélags MTR eftir hugmyndum um hvað hægt er að gera í Neon fyrir aldurshópinn 16-18 ára.