Ungmennaráð Fjallabyggðar

21. fundur 13. mars 2019 kl. 15:15 - 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Viljar Þór Halldórsson varamaður ungmennaráðs
  • Helgi Már Kjartansson aðalmaður
  • Ronja Helgadóttir aðalmaður
  • Jón Pétur Erlingsson aðalmaður
  • Dagný Lára Heiðarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála

1.Ungt fólk og lýðræði 2019

Málsnúmer 1902035Vakta málsnúmer

Boðsbréf á ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði 2019 kynnt fyrir ungmennaráði. Ráðstefnan er fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára og er að þessu sinni haldin í Borgarnesi 10.-12.apríl. Tveir nefndarmenn í ungmennaráði lýstu yfir áhuga á að fara á ráðstefnuna. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála er falið að senda inn skráningu þátttakenda og undirbúa ferðina.

Fundi slitið - kl. 16:00.