Ungt fólk og lýðræði 2019

Málsnúmer 1902035

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 68. fundur - 04.03.2019

Ungmennafélag Íslands heldur hina árlegu ráðstefnu Ungt fólk og lýðræði dagana 10. - 12. apríl 2019 í Borgarnesi. Yfirskriftin er Betri ég! Hvernig get ég verið besta útgáfan af sjálfum mér? Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. Skráning stendur til 26. mars nk. Fræðslu- og frístundanefnd vísar erindinu til Ungmennaráðs og hvetur ungmennaráð til að senda fulltrúa á ráðstefnuna.

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 21. fundur - 13.03.2019

Boðsbréf á ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði 2019 kynnt fyrir ungmennaráði. Ráðstefnan er fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára og er að þessu sinni haldin í Borgarnesi 10.-12.apríl. Tveir nefndarmenn í ungmennaráði lýstu yfir áhuga á að fara á ráðstefnuna. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála er falið að senda inn skráningu þátttakenda og undirbúa ferðina.