Stýrihópur Heilsueflandi samfélags

24. fundur 08. nóvember 2022 kl. 14:45 - 16:00 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • María Bjarney Leifsdóttir fulltrúi leik- og grunnskóla
  • Guðrún Helga Kjartansdóttir fulltrúi heilsugæslu
  • Ingvar Ágúst Guðmundsson fulltrúi eldri borgara
  • Arnheiður Jónsdóttir fulltrúi UÍF
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála

1.Umsókn í Lýðheilsusjóð 2023

Málsnúmer 2211052Vakta málsnúmer

Frestur til að sækja um styrk í Lýðheilsusjóð 2023 rennur út 15. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar
Stýrihópur ræddi áherslur starfsins á árinu 2023. Ákveðið að leggja áherslu á hreyfingu almennings og var ýmis úrfærsla verkefna því tengdu rædd. Ákveðið að það yrði áhersla í umsókn til Lýðsheilsusjóðs. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála falið að ganga frá umsókn í takt við umræðu fundarins.

2.Landsátak í sundi 1. - 30. nóvember 2022

Málsnúmer 2211042Vakta málsnúmer

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. - 30. nóvember 2022.
Lagt fram til kynningar
Landsátak í sundi stendur yfir í nóvember. Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota meðal annars sund til þess. Stýrihópur um heilsueflandi samfélag hvetur íbúa til að taka þátt í átakinu.

3.Ánægjuvogin 2022

Málsnúmer 2206087Vakta málsnúmer

Ánægjuvogin er komin út. Ánægjuvogin er unnin af Rannsóknum & greiningu (R&G) fyrir Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ).
Lagt fram til kynningar
Í Ánægjuvoginni felst að spurningum tengdar íþróttum og íþróttaiðkun er bætt við spurningalista í könnuninni Ungt fólk, sem lögð var fyrir nemendur í 8.-10. bekk í febrúar og mars 2022.
Niðurstöður lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.