Umsókn í Lýðheilsusjóð 2023

Málsnúmer 2211052

Vakta málsnúmer

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 24. fundur - 08.11.2022

Frestur til að sækja um styrk í Lýðheilsusjóð 2023 rennur út 15. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar
Stýrihópur ræddi áherslur starfsins á árinu 2023. Ákveðið að leggja áherslu á hreyfingu almennings og var ýmis úrfærsla verkefna því tengdu rædd. Ákveðið að það yrði áhersla í umsókn til Lýðsheilsusjóðs. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála falið að ganga frá umsókn í takt við umræðu fundarins.

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 26. fundur - 23.03.2023

Niðurstaða úr umsókn í Lýðheilsusjóð 2023 lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Stýrihópur um heilsueflandi starf í Fjallabyggð sótti um styrk í Lýðheilsusjóð fyrir verkefninu "Allir með". Lýðheilsusjóður styrkir verkefnið um 400.000 kr. Verkefnið er hafið og standa nú yfir opnir hreyfitímar fyrir íbúa Fjallabyggðar 30 ára og eldri, í íþróttahúsum Fjallabyggðar.