Stjórn Hornbrekku

3. fundur 23. nóvember 2017 kl. 17:45 - 19:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir varaformaður, S lista
  • Steinunn María Sveinsdóttir aðalmaður, S lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Rósa Jónsdóttir aðalmaður, B lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar

1.Fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 1711029Vakta málsnúmer

Deildarstjóri félagsmáladeildar fór yfir tillögu að fjárhagsáætlun 2018. Stjórn Hornbrekku samþykkir að vísa tillögunni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

2.Handbók fyrir íbúa hjúkrunarheimila

Málsnúmer 1711055Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar handbók fyrir íbúa hjúkrunarheimila sem gefin er út af Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu.

3.Minnisblað SFV um hækkanir fyrir árið 2018

Málsnúmer 1711056Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu um kostnað við auknar opinberar kröfur og hækkanir á einingaverði.

4.Hornbrekka - Eftirlitsskýrsla Vinnueftirlitsins

Málsnúmer 1710028Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ítrekun Vinnueftirlitsins vegna gerðar öryggisáætlunar fyrir Hornbrekku.
Unnið er að gerð áætlunarinnar.

Fundi slitið - kl. 19:00.