Markmið og stefna dvalar- og hjúkrunarheimilisins Hornbrekku

Málsnúmer 1810014

Vakta málsnúmer

Stjórn Hornbrekku - 9. fundur - 08.10.2018

Umræður um markmið og stefnu dvalar- og hjúkrunarheimilisins Hornbrekku.
Hornbrekka er heimili fyrir þá sem hafa mat Færni og- heilsunefndar á þörf fyrir búsetu í dvalar- eða hjúkrunarrými. Í dag búa á Hornbrekku 21 einstaklingar í hjúkrunarrými og 5 í dvalarrými.
Markmið og stefna Hornbrekku er að er að tryggja íbúum vistlegt heimili, hjúkrun, þjálfun og aðhlynningu eftir þörfum hvers og eins. Að veita bestu mögulegu þjónustu með áherslu á vellíðan og ánægju íbúa. Íbúar heimilisins eru mismunandi og hafa mismunandi þarfir, starfsfólk leggur sig fram við að viðhalda og/eða bæta líkamlega, andlega og félagslega færni, efla og styðja sjálfræði og sjálfsbjörg við athafnir daglegs lífs og auka lífsgæði við breyttar aðstæður.
Á Hornbrekku starfa um 40 starfsmenn, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, ófaglærðir, sjúkraþjálfari og matráður sem vinna allir með markmið Hornbrekku að leiðarljósi.
Í Handbók fyrirtækja í velferðarþjónustu fyrir íbúa hjúkrunarheimila eru teknar saman hagnýtar upplýsingar og reglur varðandi málefni íbúa á hjúkrunar- og dvalarheimilum.
Á næstu misserum verður unnið að frekari útfærslu á stefnumótun og hugmyndafræði heimilisins, með þjónandi leiðsögn að leiðarljósi.
Upplýsingasíða Hornbrekku er að finna á heimasíðu Fjallabyggðar, undir slóðinni: https://www.fjallabyggd.is/is/stjornsysla/stjornskipulag/stofnanir