Stjórn Hornbrekku

7. fundur 05. júlí 2018 kl. 16:30 - 17:30 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir formaður I lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Konráð Karl Baldvinsson aðalmaður, I lista
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
  • Elísa Rán Ingvarsdóttir hjúkrunarforstjóri og forstöðumaður Hornbrekku
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar

1.Drengskaparheit um þagnarskyldu 2018 - 2022

Málsnúmer 1806015Vakta málsnúmer

Nefndarmenn undirrituðu drengskaparheit um þagnarskyldu með vísan í 28. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

2.Erindisbréf nefnda 2018-2022

Málsnúmer 1806062Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindisbréf stjórnar Hornbrekku.

3.Starfsemi Hornbrekku

Málsnúmer 1801026Vakta málsnúmer

Elísa Rán Ingvarsdóttir, hjúkrunarforstjóri og forstöðumaður Hornbrekku fór yfir starfsemi heimilisins.
Nýr hjúkrunarforstjóri og forstöðumaður, Birna Sigurveig Björnsdóttir tekur til starfa í byrjun ágúst. Stjórn Hornbrekku þakkar Elísu fyrir ánægjulegt samstarf og vel unnin störf í þágu Hornbrekku og óskar henni velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.

Fundi slitið - kl. 17:30.