Viðbragðsáætlun Héðinsfjarðarganga

Málsnúmer 1211033

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 147. fundur - 15.11.2012

Lögð fram til kynningar viðbragðsáætlun Héðinsfjarðarganga frá Vegagerðinni.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 148. fundur - 05.12.2012

Undir þessum dagskrárlið sátu: Birgir Guðmundsson og Gísli Eiríksson frá Vegagerðinni, Guðmundur Gunnarsson frá Mannvirkjastofnun og Ámundi Gunnarsson slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar. Birgir og Gísli kynntu fundarmönnum viðbragðsáætlun, áhættumat, mat á umfangi og flutningi á hættulegum efnum  í Héðinsfjarðargöngum. Eftir framsögu Gísla og Birgis kynnti Guðmundur Gunnarsson athugasemdir Mannvirkjastofnunar við viðbragðsáætlunina.

 

Nefndin samþykkir framlagða viðbragðsáætlun Héðinsfjarðarganga en bendir á að athugasemdir og ábendingar frá Mannvirkjastofnun skuli hafðar til hliðsjónar við endurskoðun áætlunarinnar.