Ásýnd sveitarfélagsins

Málsnúmer 1205075

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 260. fundur - 05.06.2012

Jóhann Helgason, Vesturgötu 14 Ólafsfirði, kemur á framfæri í erindi sínu áhyggjum hvað varðar hnignun á ásýnd sveitarfélagsins, þá sérstaklega í Ólafsfirði og óskar eftir því að bæjarráð hlutist um að beina því til fyrirtækja og einstaklinga að viðhalda eignum sínum og hirða um lóðir sínar.  Beri það ekki árangur þá hjóti sveitarfélagið að grípa til þeirra aðgerða sem það hefur svigrúm til samkvæmt samþykktum lögum og reglugerðum, meðal annars til þess að gæta jafnræðis meðal íbúanna.
Bæjarráð tekur undir áhyggjur bréfritara og vísar erindinu til umfjöllunar hjá skipulags- og umhverfisnefnd.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 139. fundur - 27.06.2012

Jóhann Helgason, Vesturgötu 14 Ólafsfirði, kemur á framfæri í erindi sínu áhyggjum hvað varðar hnignun á ásýnd sveitarfélagsins, þá sérstaklega í Ólafsfirði og óskar eftir því að bæjarráð hlutist um að beina því til fyrirtækja og einstaklinga að viðhalda eignum sínum og hirða um lóðir sínar.

Beri það ekki árangur þá hjóti sveitarfélagið að grípa til þeirra aðgerða sem það hefur svigrúm til samkvæmt samþykktum lögum og reglugerðum, meðal annars til þess að gæta jafnræðis meðal íbúanna.

Nefndin þakkar erindið og bendir á að búið er að senda bréf til allra fyrirtækja í sveitarfélaginu þar sem þau eru hvött til þess að halda sínum svæðum ávallt snyrtilegum og hreinum.