Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

119. fundur 04. ágúst 2011 kl. 16:30 - 16:30 í almannavarnaherbergi Siglufirði
Nefndarmenn
  • Kristinn Gylfason formaður
  • Magnús Albert Sveinsson varaformaður
  • Elín Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður
  • Jón Árni Konráðsson aðalmaður
  • Helgi Jóhannsson varaáheyrnarfulltrúi
  • Ármann Viðar Sigurðsson
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Magnúsdóttir Tæknifulltrúi

1.Deiliskipulag Hóls- og Skarðsdals

Málsnúmer 1010082Vakta málsnúmer

Lilja Filippusdóttir frá Teikn á lofti kynnti deiliskipulagstillögu að Hóls- og Skarðsdal sem er í vinnslu.

2.Hólsdalur - framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 1108009Vakta málsnúmer

Ólafur Kárason og Ingvar Hreinsson frá Golfklúbbi Siglufjarðar kynntu hugmyndir að framkvæmdarsvæði í malarnámu í Hólsdal og óska eftir að framkvæmdaleyfi verði veitt fyrir takmarkað svæði skv. teikningu.

Nefndin bendir á fyrri bókun frá 116. fundi að ekki verði gefið út framkvæmdarleyfi fyrr en deiliskipulag liggur fyrir og leggur nefndin áherslu á að vinna við deiliskipulagið verði lokið sem fyrst.

 

3.Beiðni um framkvæmdaleyfi á Lindargötu 2c Siglufirði

Málsnúmer 1107061Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar óskaði eftir endurupptöku þessa máls og gerði grein fyrir málinu.  Nefndin setur sig ekki upp á móti stoðveggjasmíð og bílastæði og bendir á að fyrirhuguð framkvæmd falli ekki undir reglugerð um stoðveggi í Fjallabyggð.  Nefndin bendir á að framkvæmdir innan lóðamarka eru á kostnað lóðarhafa.

4.Fossvegur 19 - stoðveggur

Málsnúmer 1108002Vakta málsnúmer

Magnús Eiríksson byggingameistari fyrir hönd Steinunnar Jónsdóttur Fossvegi 19 sækir um leyfi til að steypa stoðvegg fyrir sunnan og uppvið bakkann á efri lóð húseignar hennar, svipað þeim sem búið er að steypa að Fossvegi 17.

Erindi samþykkt.

5.Grjótveggur við Hlíðarhús að Hávegi 60 Siglufirði

Málsnúmer 1107090Vakta málsnúmer

Örlygur Kristfinnsson safnstjóri fyrir hönd Síldarminjasafns Íslands óskar eftir samþykki nefndarinnar að hlaðin verði grjótveggur á um 25 m langan steyptan stoðvegg á mörkum götu og lóðar Hlíðarhúss.  Fyrirhugað er að hleðsluveggurinn verði um 50-80 cm hár og nái með endilöngum stoðvegg.

Nefndin samþykkir erindið.

6.Norðurgata 12 - breytingar

Málsnúmer 1108001Vakta málsnúmer

Pétur Arnþórsson óskar eftir áliti nefndarinnar á fyrirhuguðum breytingum á Norðurgötu 12 skv. meðfylgjandi teikningu.

Nefndin tekur jákvætt í erindið og óskar eftir fullnægjandi byggingarnefndarteikningum.

7.Umsókn um leyfi til hækkunar á veggjum kirkjugarðs í Ólafsfirði

Málsnúmer 1107092Vakta málsnúmer

Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir formaður sóknarnefndar fyrir hönd sóknarnefndar Ólafsfjarðarkirkju sækir um leyfi til 25 cm hækkunar á lægri veggjum kirkjugarðsins í Ólafsfirði.  Um er að ræða norður-, vestur- og suðurvegg sem þá verða í sömu hæð og austurveggur.

Erindi samþykkt.

8.Vegvísar að Harbour House Café

Málsnúmer 1107082Vakta málsnúmer

Valgeir Tómas Sigurðsson fyrir hönd Harbour House Café óskar eftir leyfi fyrir vegvísum að kaffihúsinu á horni Gránugötu og Vetrarbrautar og á Snorragötu við smábátahöfnina. 

Bæjarráð tók erindið fyrir á fundi sínum þann 26. júlí sl. og veitti bráðabyrðarleyfi til 7. ágúst næstkomandi og vísaði erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar.

Nefndin hafnar erindinu.

9.Lagfæringar á vegi í gegnum Siglufjörð

Málsnúmer 1107040Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

10.Hraðahindrun - Ólafsfirði

Málsnúmer 1108012Vakta málsnúmer

Umræður um hraðahindranir í Ólafsfirði.

Fundi slitið - kl. 16:30.