Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

98. fundur 22. september 2010 kl. 16:30 - 16:30 í almannavarnaherbergi Siglufirði
Nefndarmenn
  • Kristinn Gylfason formaður
  • Magnús Albert Sveinsson aðalmaður
  • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður
  • Sigríður V. Vigfúsdóttir varamaður
  • Stefán Ragnar Hjálmarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Ingibjörg Ólöf Magnúsdóttir tæknifulltrúi
  • Valur Þór Hilmarsson garðyrkju- og umhverfisfulltrúi
  • Hreinn Júlíusson tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Magnúsdóttir Tæknifulltrúi

1.Kynning - Íslenska gámafélagið

Málsnúmer 1009090Vakta málsnúmer



Auðun Pálsson og Birgir Kristjánsson frá Íslenska Gámafélaginu mættu á fundinn, kynntu fyrirtækið og starfsemi þess í sveitafélaginu.

2.Aðalgata 15, Siglufirði

Málsnúmer 1009067Vakta málsnúmer

Guðrún Pálsdóttir fyrir hönd AFL sparisjóðs óskar eftir að húsnæði að Aðalgötu 15, Siglufirði sem skráð er skrifstofa, verði skráð sem íbúð.

Erindið samþykkt með fyrirvara um að fyrir liggi teikningar sem uppfylla kröfur sem gerðar eru til íbúðahúsnæðis.

3.Ástand húseignar Siglufirði

Málsnúmer 1009088Vakta málsnúmer

Theodór Ottósson eigandi húseignar að Hólavegi 11, Siglufirði vill vekja athygli á útliti og ástandi hússins að Hólavegi 12 og kanna hvort Skipulags- og umhverfisnefnd hafi uppi áform um aðgerðir til úrbóta á fasteigninni.

Nefndin felur tæknideild að hefja aðgerðir til úrbóta á þessari húseign sem og öðrum sem svipað er ástatt fyrir.

 

 

4.Gámur á lóð

Málsnúmer 1008071Vakta málsnúmer

Kolbrún Eggertsdóttir sendir inn erindi þar sem hún óskar eftir að fá að hafa gám sem staðsettur er á lóð hennar á lóðinni þar til bílskúr er sem fyrirhugað er að reisa verði tilbúin.

Nefndin hafnar erindinu og gefur eiganda gámsins 2 mánuði til að fjarlægja gáminn af lóð sinni.  Hafi gámur ekki verið fjarlægður 1. desember 2010 verður hann fjarlægður á kostnað eiganda.

 

5.Siglunes

Málsnúmer 1009091Vakta málsnúmer

Skipulags og umhverfisnefnd fór á Siglunes, 10. september, til að skoða aðstæður á nesinu með tilliti til opnunar námu.

Er það niðurstaða nefndarinnar að svæði fyrir námu á Siglunesi verði tekið út úr aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028, þar sem svæðið er á nátturuminjaskrá.   Þrátt fyrir það er nefndin ekki mótfallin sjóvörnum við Siglunes en telur að  leita þurfi annarra leiða til efnistöku vegna sjóvarna.

 

 

6.Stefán Ein.- fyrirspurn um stöðu mála

Málsnúmer 1009089Vakta málsnúmer

Stefán Einarsson sendi inn fyrirspurnir varðandi grjótvarnir á Siglunesi og stöðu mála varðandi byggingarframkvæmdir á malarvelli við Túngötu.

Varðandi grjótvarnir á Siglunesi er vísað í bókun 5. liðar þessa fundar, en varðandi byggingarframkvæmdir á malarvelli er vísað í bókun 95. fundar nefndarinnar.

 

7.Umferðarmál á Siglufirði

Málsnúmer 1009121Vakta málsnúmer

Daníel Guðjónsson yfirlögregluþjónn á Akureyri hafði samband vegna lagningu bíla austan megin í Túngötu við Samkaup.

Nefndin leggur það til að á umræddu svæði við Túngötu verði merkt bílastæði og verði þau skilgreind sem skammtímabílstæði.

 

8.Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga árið 2010

Málsnúmer 1009106Vakta málsnúmer

Lagt er til að umhverfisfulltrúi fari á fundinn.

9.Umsókn um skilti

Málsnúmer 1009128Vakta málsnúmer

Bjarkey Gunnarsdóttir fyrir hönd Höllin veitingastaður óskar eftir að fá að setja niður upplýsingarskilti í Ólafsfirði, austan við brúnna.

Nefndin hafnar erindinu og leggur til að unnið verði að stefnumótun varðandi þjónustuskilti í sveitafélaginu.

Fundi slitið - kl. 16:30.