Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

282. fundur 02. mars 2022 kl. 16:30 - 17:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
  • Nanna Árnadóttir formaður I lista
  • Ægir Bergsson aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Hafey Pétursdóttir tæknifulltrúi
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Umsókn um byggingarleyfi - Lækjargata 10, Siglufirði

Málsnúmer 2202065Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn, dagsett 23. febrúar 2022, þar sem sótt er um byggingarleyfi til þess að breyta suðurhlið Lækjargötu 10 (sal.)
Erindi samþykkt.

2.Fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa - Aðalgata 34

Málsnúmer 2202073Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn, dagsett 23. febrúar 2022, er varðar breytingu á húsnæði Aðalgötu 34, Siglufirði.
Nefndin tekur jákvætt í erindið.

3.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hólavegur 14

Málsnúmer 2202081Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn, dagsett 25. febrúar 2022, þar sem Jón Tryggvi Jóhannsson og Bylgja Jóhannsdóttir sækja um endurnýjun á lóðarleigusamningi að Hólavegi 14, Siglufirði.
Erindi samþykkt.

4.Umsókn um stækkun lóðar við Aðalgötu 3, Siglufirði

Málsnúmer 2104080Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi þar sem Björn Hauksson, f.h. kaupenda að Aðalgötu 3 á Siglufirði, óskar eftir stækkun lóðarinnar til austurs að Tjarnargötu skv. meðfylgjandi teikningu, en sækir um stækkun til vesturs til vara.
Nefndin hafnar stækkun lóðar til austurs og vesturs.

5.Lóðarleigusamningur - Brekkugata 1, Ólafsfirði

Málsnúmer 2202090Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að lóðarleigusamningi um lóðina að Brekkugötu 1, Ólafsfirði, Landnúmer L151044.
Erindi samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:00.