Fyrirspurn um lóðir undir frístundahús í landi Hólkots

Málsnúmer 1809098

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 231. fundur - 03.10.2018

Lögð fram fyrirspurn frá Aurélien Votat þar sem óskað er eftir lóðum í landi Hólkots undir tvö til fjögur frístundahús til útleigu. Meðfylgjandi eru teikningar og upplýsingabæklingur um húsin.
Vísað til nefndar
Nefndin leggur til við bæjarráð að umsækjendum verði úthlutað umræddu svæði undir frístundahús og að þeim verði heimilað að vinna deiliskipulag af svæðinu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 575. fundur - 09.10.2018

Á 231. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar þann 03.10.2018 sl. var tekin fyrir umsókn frá Aurélien Votat þar sem óskað er eftir lóðum í landi Hólkots undir tvö til fjögur frístundahús. Niðurstaða skipulags- og umhverfisnefndar var að leggja til við bæjarráð að úthluta umsækjendum umræddu svæði undir frístundahús og fela nefndinni að vinna deiliskipulag af svæðinu.

Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðunum og fela tæknideild að vinna deiliskipulag af svæðinu.