Bekkir á gönguleiðum í Fjallabyggð

Málsnúmer 1803055

Vakta málsnúmer

Öldungaráð Fjallabyggðar - 3. fundur - 22.03.2018

Undir þessum lið fundargerðar mættu á fundinn Ármann Viðar Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar og Ríkey Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála. Rætt var um skipulag gönguleiða innanbæjar í Fjallabyggð og verkefnið, Brúkum Bekki. Ríkey sagði frá verkefninu Heilsueflandi samfélag í Fjallabyggð. Samþykkt var að fulltrúar eldri borgara leggðu fram tillögu um staðsetningu bekkja og gönguleiða fyrir 20. apríl nk. og skila til deildarstjóra félagsmáladeildar.

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 2. fundur - 05.04.2018

Björn Þór Ólafsson fulltrúi eldri borgara kynnti verkefnið Að brúka bekki sem til stendur að Fjallabyggð taki þátt í. Verkefnið snýst um að velja gönguleiðir sem henta eldri borgurum og öðrum íbúum. Á þessum gönguleiðum eru settir hvíldarbekkir með 250 metra millibili. Bekkjum í eigu Fjallabyggðar þyrfti ef til vill að fjölga. Til eru dæmi um að fyrirtæki og árgangar gefi hvíldarbekki sem eru merktir viðkomandi fyrirtæki eða árgangi.

Öldungaráð Fjallabyggðar - 4. fundur - 09.05.2018

Í framhaldi af bókun um þetta mál á síðasta fundi öldungaráðs, eru lagðar fram tillögur og hugmyndir nefndarmanna um staðsetningu bekkja og gönguleiða fyrir eldri borgara í Fjallabyggð.
Öldungaráð samþykkir að vísa tillögunum til umhverfis- og tæknideildar til frekari úrvinnslu. Einnig verður tillögunum komið á framfæri við stýrihóp um heilsueflandi samfélag í Fjallabyggð.