Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

123. fundur 05. janúar 2026 kl. 12:15 - 12:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jón Kort Ólafsson aðalm.
  • Sigríður Guðmundsdóttir varaformaður
  • Ægir Bergsson formaður
  • Karen Sif Róbertsdóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs

1.Gjaldskrár 2026

Málsnúmer 2509016Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að gjaldskrá fyrir tjaldsvæðin árið 2026 en almennt tekur gjaldskrá mið af 4% hækkun frá fyrra ári.
Samþykkt
Nefndarmenn samþykkja fyrirliggjandi gjaldskrá vegna tjaldsvæða. Jón Kort Ólafsson situr hjá.

2.Afhending menningarstyrkja og útnefning bæjarlistamanns 2026

Málsnúmer 2601005Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að breyttu fyrirkomulagi á viðburði sem haldinn hefur verið þegar menningarstyrkjum er úthlutað og bæjarlistamenn eru tilnefndir.
Samþykkt
Lagt er til að sá háttur verði hafður á við afhendingu menningarstyrkja og formlega útnefningu bæjarlistamanns að nýtt verði þau menningarhús sem eru í sveitarfélaginu og tækifæri nýtt um leið til að kynna þá starfsemi sem fram fer í þeim.
Nefndarmenn samþykkja fyrir sitt leyti tillögu að breyttu fyrirkomulagi.

Fundi slitið - kl. 12:30.