Afhending menningarstyrkja og útnefning bæjarlistamanns 2026

Málsnúmer 2601005

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 123. fundur - 05.01.2026

Fyrir liggur tillaga að breyttu fyrirkomulagi á viðburði sem haldinn hefur verið þegar menningarstyrkjum er úthlutað og bæjarlistamenn eru tilnefndir.
Samþykkt
Lagt er til að sá háttur verði hafður á við afhendingu menningarstyrkja og formlega útnefningu bæjarlistamanns að nýtt verði þau menningarhús sem eru í sveitarfélaginu og tækifæri nýtt um leið til að kynna þá starfsemi sem fram fer í þeim.
Nefndarmenn samþykkja fyrir sitt leyti tillögu að breyttu fyrirkomulagi.