Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

117. fundur 10. apríl 2025 kl. 15:00 - 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Jón Kort Ólafsson aðalm.
  • Sigríður Guðmundsdóttir varaformaður
  • Ægir Bergsson formaður
  • Karen Sif Róbertsdóttir aðalm.
  • Ásta Lovísa Pálsdóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

1.Tjarnarborg - starfsemi 2024

Málsnúmer 2504020Vakta málsnúmer

Fyrir liggur greinargerð umsjónarmanns Tjarnarborgar um það helsta í starfi menningarhússins á síðasta ári.
Lagt fram til kynningar
Markaðs- og menningarnefnd þakkar Ástu Sigurfinnsdóttur umsjónarmanni Tjarnarborgar fyrir greinargóða skýrslu um starfsemi Tjarnarborgar á árinu 2024. Fram kemur að í menningarhúsinu voru 311 viðburðir og gestir hússins 15.777 talsins. Greinilegt er að mikið og frjótt starf hefur farið fram í húsinu.

2.Vorfundur ferðaþjónustu, menningar og afþreyingar í Fjallabyggð 2025

Málsnúmer 2501050Vakta málsnúmer

Á 256. fundi sínum, 27. mars sl. bókaði bæjarstjórn ósk um að vorfundur ferðaþjónustu-, menningar- og afþreyingaraðila yrði haldinn þetta vorið og fagnar því að mikið framboð sé af samráði og samstarfi á þessum vettvangi. Markaðs- og menningarnefnd hafði lagt til að fella fundinn niður þetta árið vegna fjölda ráðstefna og funda á þessum vettvangi á svipuðum tíma.
Samþykkt
Markaðs- og menningarnefnd fór yfir mögulegar dagsetningar fyrir Vorfund ferðaþjónustu, menningar og afþreyingar. Stefnt að því að halda fundinn á tímabilinu 15. - 23. maí. Markaðs- og menningarfulltrúa falið að ganga frá dagskrá og auglýsa.

3.Hátíðir 2025

Málsnúmer 2504025Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarfulltrúi fer yfir fyrirhugaðar hátíðir í Fjallabyggð árið 2025.
Lagt fram til kynningar
Markaðs- og menningarnefnd fagnar fjölbreyttri dagskrá hátíða í Fjallabyggð í sumar. Óhætt er að segja að viðburðir og hátíðir einkenni hverja helgi þetta sumarið.
Markaðs- og menningarnefnd þakkar deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála fyrir samstarfið og vel unnin störf fyrir nefndina og óskar henni velfarnaðar í komandi starfi.

Fundi slitið - kl. 16:00.