Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

106. fundur 18. mars 2024 kl. 16:00 - 17:15 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista
  • Sigríður Guðmundsdóttir varaformaður, D lista
  • Ægir Bergsson formaður, A lista
  • Karen Sif Róbertsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ásta Lovísa Pálsdóttir aðalmaður, A lista
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

1.Reglur Fjallabyggðar um úthlutun styrkja til menningartengdra verkefna, reksturs safna og setra og til hátíðarhalda

Málsnúmer 2209009Vakta málsnúmer

Reglur um úthlutun styrkja til menningartengdra verkefna, reksturs safna og setra, hátíðarhalda og stærri viðburða teknar til yfirferðar og endurskoðunar.
Afgreiðslu frestað
Markaðs- og menningarnefnd yfirfór reglurnar og ræddi hvernig þær hafi reynst við úthlutun styrkja til málaflokksins. Í framhaldi af því voru ýmsar mögulegar breytingar á reglum ræddar. Frekari umræðum og afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 17:15.