Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

66. fundur 19. ágúst 2020 kl. 17:00 - 18:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Ólafur Stefánsson formaður, D lista
  • Ida Marguerite Semey aðalmaður, I lista
  • Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista
  • Ægir Bergsson varaformaður I lista
  • Magnús Guðmundur Ólafsson varamaður, D lista
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
Sigríður Guðmundsdóttir boðaði forföll. Magnús G. Ólafsson sat fundinn í hennar stað.

1.Hátíðir í Fjallabyggð 2020

Málsnúmer 2005019Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir stöðu mála hvað varðar hátíðir í Fjallabyggð þetta árið. Vegna Covid-19 var hátíðarhöldum á 17. júní frestað, einnig Trilludögum sem vera áttu síðustu helgina í júlí. Þá frestaði Sjómannadagsráð hátíðarhöldum vegna sjómannadags til næsta árs og Þjóðlagahátíð féll niður þetta sumarið einnig. Sápuboltamót var haldið með breyttu sniði og tók mið að þeim sóttvarnartakmörkunum sem í gildi voru. Berjadagar sem halda átti um verslunarmannahelgina voru á áætlun þar til í síðustu vikunni í júlí en vegna hertra sóttvarnareglna þurfti að aflýsa þeim á síðustu stundu. Á þeim tímapunkti var búið að undirbúa hátíðina, leggja í kostnað vegna skipulags og auglýsinga og var bráðabirgðauppgjör og greinargerð lögð fyrir fundinn. Afmælishátíð vegna 75 ára afmælis Ólafsfjarðarkaupstaðar, sem halda átti um verslunarmannahelgi, var einnig frestað um óákveðinn tíma.

2.Menningarstefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 1407056Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að ljúka endurskoðun á Menningarstefnu Fjallabyggðar. Nefndarmenn ákváðu næstu skref í vinnunni.

Fundi slitið - kl. 18:00.