Hátíðir í Fjallabyggð 2020

Málsnúmer 2005019

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 64. fundur - 06.05.2020

Vegna þeirra takmarkana sem nú gilda um fjölda og fjarlægðar milli einstaklinga á samkomum leggur Markaðs- og menningarnefnd til að Trilludagar verði ekki haldnir í ár. Að höfðu samráði við umsjónaraðila 17. júní hátíðarhalda leggur nefndin einnig til að þeim verði aflýst þetta árið.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 66. fundur - 19.08.2020

Markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir stöðu mála hvað varðar hátíðir í Fjallabyggð þetta árið. Vegna Covid-19 var hátíðarhöldum á 17. júní frestað, einnig Trilludögum sem vera áttu síðustu helgina í júlí. Þá frestaði Sjómannadagsráð hátíðarhöldum vegna sjómannadags til næsta árs og Þjóðlagahátíð féll niður þetta sumarið einnig. Sápuboltamót var haldið með breyttu sniði og tók mið að þeim sóttvarnartakmörkunum sem í gildi voru. Berjadagar sem halda átti um verslunarmannahelgina voru á áætlun þar til í síðustu vikunni í júlí en vegna hertra sóttvarnareglna þurfti að aflýsa þeim á síðustu stundu. Á þeim tímapunkti var búið að undirbúa hátíðina, leggja í kostnað vegna skipulags og auglýsinga og var bráðabirgðauppgjör og greinargerð lögð fyrir fundinn. Afmælishátíð vegna 75 ára afmælis Ólafsfjarðarkaupstaðar, sem halda átti um verslunarmannahelgi, var einnig frestað um óákveðinn tíma.