Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

52. fundur 06. mars 2019 kl. 17:00 - 18:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Stefánsson formaður, D lista
  • Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista
  • Ægir Bergsson varaformaður I lista
  • Magnús Guðmundur Ólafsson varamaður, D lista
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
Sigríður Guðmundsdóttir boðaði forföll og Magnús G. Ólafsson sat fundinn í hennar stað.
Ida M. Semey boðaði forföll með skömmum fyrirvara og varamaður var ekki boðaður.

1.Skýrsla um starfsemi Héraðsskjalasafns Fjallabyggðar

Málsnúmer 1901045Vakta málsnúmer

Hrönn Hafþórsdóttir forstöðumaður Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar sat undir þessum dagskrárlið. Forstöðumaður fór yfir helstu atriði skýrslu Þjóðskjalasafns um starfsemi Héraðsskjalasafns Fjallabyggðar. Skýrslan byggir á könnun sem var gerð árið 2017 og tók til stöðu héraðsskjalasafnsins í árslok 2016. Farið var yfir niðurstöður skýrslunnar. Markaðs- og menningarnefnd vísar skýrslunni til bæjarráðs. Nefndin felur forstöðumanni og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að útbúa minnisblað með skýrslunni í samræmi við umræður fundarins.

2.Áfangastaðaáætlanir

Málsnúmer 1901114Vakta málsnúmer

Linda Lea Bogadóttir kynnti skýrslu um Áfangastaðaáætlun fyrir nefndarmönnum.

Fundi slitið - kl. 18:45.