Skýrsla um starfsemi Héraðsskjalasafns Fjallabyggðar

Málsnúmer 1901045

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 52. fundur - 06.03.2019

Hrönn Hafþórsdóttir forstöðumaður Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar sat undir þessum dagskrárlið. Forstöðumaður fór yfir helstu atriði skýrslu Þjóðskjalasafns um starfsemi Héraðsskjalasafns Fjallabyggðar. Skýrslan byggir á könnun sem var gerð árið 2017 og tók til stöðu héraðsskjalasafnsins í árslok 2016. Farið var yfir niðurstöður skýrslunnar. Markaðs- og menningarnefnd vísar skýrslunni til bæjarráðs. Nefndin felur forstöðumanni og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að útbúa minnisblað með skýrslunni í samræmi við umræður fundarins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23.04.2019

Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála og Hrönn Hafþórsdóttir forstöðukona bókasafns og héraðsskjalavörður Fjallabyggðar sátu undir þessum lið.

Lögð fram til kynningar skýrsla um starfsemi Héraðsskjalasafns Fjallabyggðar - Niðurstöður eftirlitskönnunar Þjóðskjalasafns Íslands á starfsemi héraðsskjala 2017 en skýrslan er gefin út í desember 2018.
Einnig lögð fram til kynningar uppfærð stefnumótun Héraðsskjalasafns Fjallabyggðar 2018-2021 ásamt vinnuskjali deildarstjóra fræðslu-, frístunda, og menningarmála og héraðsskjalavarðar frá 26.03.2019 þar sem fram koma skýringar við meginniðurstöðum og athugasemdum í skýrslu Þjóðskjalasafns frá desember 2018.

Bæjarráð þakkar deildarstjóra og héraðsskjalaverði greinagóðar upplýsingar.