Hafnarstjórn Fjallabyggðar

141. fundur 16. nóvember 2023 kl. 16:15 - 17:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson formaður, D lista
  • Guðmundur Gauti Sveinsson aðalmaður, D lista
  • Ægir Bergsson aðalmaður, A lista
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalmaður, A lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Friðþjófur Jónsson yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Sigríður Ingvarsdóttir hafnarstjóri

1.Aflatölur 2023

Málsnúmer 2301054Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fram og fór yfir tölur um landaðan afla með samanburði við fyrra ár. Á Siglufirði höfðu þann 14. nóvember 13077 tonn borist á land í 1121 löndunum, samtímatölur fyrra árs eru 13657 tonn í 1273 löndunum. Á Ólafsfirði höfðu 135 tonn borist á land í 122 löndunum, samtímatölur fyrra árs eru 374 tonn í 153 löndunum.
Lagt fram tilkynningar.

2.Fjallabyggðarhafnir önnur mál 2023

Málsnúmer 2301055Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri fór yfir hin ýmsu mál tengd starfsemi Fjallabyggðarhafna.
Hafnarstjórn þakkar fyrir góða yfirferð hafnarstjóra.

3.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2023.

Málsnúmer 2301017Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Eftirlit með móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum

Málsnúmer 2302018Vakta málsnúmer

Lagðar fram eftirlitsskýrslur frá Umhverfisstofnun vegna móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum.
Hafnarstjórn lýsir yfir ánægju með niðurstöður eftirlitsins þar sem engar athugasemdir voru gerðar.

5.Fjárhagsáætlun 2024-2027 - Tillaga að fjárhagsáætlun

Málsnúmer 2310067Vakta málsnúmer

Tillaga að fjárhagsáætlun 2024 fyrir Fjallabyggðarhafnir kynnt og rædd.
Hafnarstjóri fór yfir fjárhagsáætlun 2024 og hún lögð fram til kynningar. Hafnarstjórn telur mikilvægt að áætlun um tekjur sé stillt í hóf þar sem forsendur hafa breyst og fyrirséður landaður afli í Fjallabyggð verður minni en á fyrri árum.
Hafnarstjóra falið að koma ábendingum hafnarstjórnar á framfæri til bæjarstjórnar.

6.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 2311012Vakta málsnúmer

Tillaga að gjaldskrá fyrir Fjallabyggðarhafnir lögð fram til umræðu og kynningar.
Hafnarstjórn samþykkir framlagða gjaldskrá fyrir sitt leiti.

Fundi slitið - kl. 17:00.