Hafnarstjórn Fjallabyggðar

107. fundur 19. september 2019 kl. 17:00 - 17:55 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson formaður, D lista
  • Hrafnhildur Ýr Denke Vilbertsdóttir varaformaður I lista
  • Ægir Bergsson aðalmaður, I lista
  • Þorbjörn Sigurðsson yfirhafnarvörður
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Aflatölur 2019

Málsnúmer 1902009Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar tímabilið 1. janúar - 17. september 2019 ásamt samanburði við sama tíma árið 2018.
2019 Siglufjörður 15928 tonn í 1423 löndunum. 2019 Ólafsfjörður 301 tonn í 320 löndunum.
2018 Siglufjörður 13472 tonn í 1481 löndunum. 2018 Ólafsfjörður 353 tonn í 391 löndunum.

2.Framkvæmdir og viðhald á mannvirkjum Fjallabyggðarhafna 2019 - 2020

Málsnúmer 1909051Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri fór yfir viðhald og framkvæmdir við Fjallabyggðarhafnir á árinu 2019 og gerði grein fyrir hvað lægi fyrir á næsta ári. Nánari útlistun á verkefnum verður lögð fram við gerð fjárhagsáætlunar 2020.

3.Rekstraryfirlit - 2019

Málsnúmer 1908013Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri fór yfir rekstur Fjallabyggðarhafna tímabilið 1.1.2019 - 17.9.2019. Reksturinn er í jafnvægi.

4.Trúnaðarmál - starfsmannamál

Málsnúmer 1908012Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

5.Umferðaröryggismál á hafnarsvæðum

Málsnúmer 1909052Vakta málsnúmer

Öryggismál á hafnarsvæðum voru rædd. Hafnarstjóra og yfirhafnarverði er falið að koma með tillögur að úrbótum.

6.Ráðstefna um konur og siglingar

Málsnúmer 1909029Vakta málsnúmer

Alþjóðasiglingadagurinn er í ár helgaður konum með þemanu „Empowering women in the maritime community“. Af því tilefni standa Siglingaráð og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið fyrir ráðstefnu fimmtudaginn 26. september undir yfirskriftinni "Hvað er svona merkilegt við það?"
Lagt fram til kynningar.

7.Aflaheimildir í Fjallabyggð

Málsnúmer 1909048Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Ásgeirs Loga Ásgeirssonar varðandi aflaheimildir í Fjallabyggð.
Hafnarstjórn þakkar bréfritara fyrir ábendinguna.

8.Hafnafundur 2019

Málsnúmer 1909012Vakta málsnúmer

Stjórn Hafnasambands Íslands boðar til 9. hafnafundar, sem haldinn verður í Þorlákshöfn, föstudaginn 27. september.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að sækja fundinn.

9.Fundargerðir Hafnasambands Íslands - 2019

Málsnúmer 1901025Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

10.Fundargerðir Siglingaráðs

Málsnúmer 1904065Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 17:55.