Hafnarstjórn Fjallabyggðar

23. fundur 05. mars 2010 kl. 11:45 - 13:00 sem fjarfundur í ráðhúsinu á Siglufirði og á bæjarskrifstofunum í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ásgeir Logi Ásgeirsson aðalmaður
  • Sveinn Zophaníasson aðalmaður
  • Kristinn Sigurður Gylfason aðalmaður
  • Ólafur Haukur Kárason aðalmaður
  • Guðrún Þórisdóttir varamaður
  • Þórir Kristinn Þórisson bæjarstjóri
  • Sigurður Helgi Sigurðsson embættismaður
  • Stefán Ragnar Hjálmarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Þórir Kr. Þórisson hafnarstjóri

1.Öldufarsútreikningar við Siglunes

Málsnúmer 1003013Vakta málsnúmer

Á fund hafnarstjórnar mættu Kristján Helgason og Sigurður Sigurðarson frá Siglingastofnun og kynntu skýrslu um útreikninga á öldufari í Siglufirði og við Siglunes.

2.Smábátahöfn austan við Síldarminjasafn Íslands

Málsnúmer 1003012Vakta málsnúmer

Á fund hafnarstjórnar mættu Kristján Helgason og Sigurður Sigurðarson frá Siglingastofnun og kynntu nánari útfærslu á smábátahöfn austan við Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði. Lagt fram til kynningar.

3.Beiðni um umsögn vegna umsóknar Björgunar ehf. um leyfi til efnistöku af hafsbotni úr Gullgjá í Siglufirði

Málsnúmer 1002062Vakta málsnúmer

Orkustofnun óskar umsagnar Fjallabyggðar um umsókn Björgunar ehf. um leyfi til að dæla upp fyllingarefni af 23.000 fermetra svæði í svonefndri Gullgjá, sem er framarlega í Siglufirði. Skipulags- og umhverfisnefnd tók málið fyrir á sínum fundi þann 24. febrúar s.l. og bókaði: "Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti og telur rétt að hafnarstjórn sé kynnt málið." Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við umsögnina svo fremi að hún leiði ekki til skemmda á hafnarmannvirkjum.

Að þessum fundarlið loknum yfirgaf Stefán Ragnar fundinn.

4.Samgönguáætlun 2009-2012, viðskiptaáætlun hafnarsjóðs.

Málsnúmer 0912086Vakta málsnúmer

Í bréfi Siglingastofnunar er óskað eftir viðskiptaáætlun frá Fjallabyggð fyrir þrjú verkefni sem heimilt er að stykkja, en þau eru:

  • Lenging skjólgarðs við Öldubrjót í Siglufirði
  • Lenging Óskarsbryggju á Siglufirði
  • Innsiglning og höfn, viðhaldsdýpkun í Ólafsfirði

Hafnarstjóri kynnti viðskiptaáætlun Fjallabyggðar sem send var Siglingastofnun 12. janúar s.l. Hafnarstjórn samþykkir áætlunina fyrir sitt leiti.

5.Skýrsla nefndar um hvernig bregðast megi við fjárhagsvanda hafna

Málsnúmer 1002007Vakta málsnúmer

Skýrslan lögð fram til kynningar.

6.Minnisatriði vegna fundar með Jóni Bjarnasyni

Málsnúmer 1001129Vakta málsnúmer

Minnisatriði vegna fundar fulltrúa Hafnasambands Íslands
með sjávarútvegsráðherra, Jóni Bjarnasyni 26. janúar 2010.

Lögð fram til kynningar.

7.Fundargerð 325.fundar stjórnar Hafnasambands Íslands

Málsnúmer 1002065Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

8.Fundargerð 326. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands

Málsnúmer 1003008Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:00.