Smábátahöfn austan við Síldarminjasafn Íslands

Málsnúmer 1003012

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 23. fundur - 05.03.2010

Á fund hafnarstjórnar mættu Kristján Helgason og Sigurður Sigurðarson frá Siglingastofnun og kynntu nánari útfærslu á smábátahöfn austan við Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði. Lagt fram til kynningar.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 24. fundur - 21.05.2010

Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og formanni hafnarstjórnar að eiga viðræður sem fyrst við forsvarsmenn Rauðku ehf. og Síldarminjasafns Íslands um væntanlega smábátaaðstöðu austan við Síldarminjasafnið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 176. fundur - 13.07.2010

Á 24. fundur hafnarstjórnar 21. maí .sl. var á dagskrá smábátahöfn við Síldarminjasafn Íslands. Hafnarstjórn fól hafnarstjóra og formanni hafnarstjórnar að eiga viðræður sem fyrst við forsvarmenn Rauðku ehf. og Síldarminjasafn Íslands ses. um væntanlega smábátaaðstöðu austan við síldarminjasafnið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa viðræður við ofangreinda aðila.