Hafnarstjórn Fjallabyggðar

94. fundur 28. febrúar 2018 kl. 17:00 - 18:30 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Haukur Kárason formaður, S lista
  • Ásgeir Logi Ásgeirsson varaformaður, D lista
  • Steinunn María Sveinsdóttir aðalmaður, S lista
  • Þorsteinn Þorvaldsson aðalmaður, D lista
  • Steingrímur Ó. Hákonarson varamaður, D lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Þorbjörn Sigurðsson yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Aflatölur og aflagjöld 2017

Málsnúmer 1701080Vakta málsnúmer

Fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar á árinu 2017 ásamt samanburði við árið 2016.
2017 Siglufjörður 25262 tonn í 2127 löndunum.
2017 Ólafsfjörður 578 tonn í 525 löndunum.

2016 Siglufjörður 33519 tonn í 2228 löndunum.
2016 Ólafsfjörður 662 tonn í 592 löndunum.

Samdráttur um 24,4% á milli ára í lönduðum afla.

2.Aflatölur og aflagjöld 2018

Málsnúmer 1802088Vakta málsnúmer

Fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar tímabilið 1. jan - 23. febrúar 2018 ásamt samanburði við sama tíma árið 2017.
2018 Siglufjörður 1446 tonn í 41 löndunum.
2018 Ólafsfjörður 26 tonn í 31 löndunum.

2017 Siglufjörður 257 tonn í 102 löndunum.
2017 Ólafsfjörður 57 tonn í 68 löndunum.

3.Sjónvarpsþættir um hafnir

Málsnúmer 1703025Vakta málsnúmer

Hafnir Íslands - önnur þáttaröð.
Frestað til næsta fundar.

4.Samgönguáætlun 2018-2021, hafnarframkvæmdir og sjóvarnir.

Málsnúmer 1711066Vakta málsnúmer

Umsóknir vegna samgönguáætlunar 2018-2021
Lagðar fram umsóknir sem sótt var um á samgönguáætlun 2018-2021 vegna framkvæmda við Suðurhöfn, (innri höfn), Siglufirði og sjóvarnir norðan og vestan Námuvegar á Ólafsfirði.

5.Endurskoðun laga um uppboðsmarkaði sjávarafla

Málsnúmer 1802072Vakta málsnúmer

Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti óskar eftir athugasemdum vegna fyrirhugaðrar endurskoðunar laga um uppboðsmarkaði sjávarafla.
Frestur til að skila inn ábendingum og athugasemdum er til hádegis miðvikudaginn 7. mars nk.

Lagt fram til kynningar.

6.Koma skemmtiferðaskipa á Siglufjörð 2018

Málsnúmer 1711062Vakta málsnúmer

Vorið 2017 var gerð viðtalsrannsókn um móttöku skemmtiferðaskipa. Núna, rétt tæpu ári síðar, hafa upplýsingar viðtalanna allra verið teknar saman og birtar í skýrslu.
Skýrsluna má nálgast á vef Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála.

http://www.rmf.is/static/research/files/mottaka-skemmtiferdaskipa-rmf-2017-03pdf

Nú þegar hefur 41 koma skemmtiferðaskipa verið staðfest 2018.

7.Framkvæmdir og viðhald á Fjallabyggðarhöfnum - 2018

Málsnúmer 1802090Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri fór yfir áætlaðar viðhaldsframkvæmdir á Fjallabyggðarhöfnum 2018.

8.Rafmagnsmál á Hafnarbryggju

Málsnúmer 1802089Vakta málsnúmer

Yfirhafnarvörður fór yfir rafmagnsmál á Hafnarbryggju. Komið hefur í ljós að notkun á 250 Ampera tengil er ónotaður.
Hafnarstjóra falið að ræða við stjórnendur Ramma hf.

9.Eftirlit Fiskistofu með brottkasti á fiski og vigtun landaðs afla

Málsnúmer 1712005Vakta málsnúmer

Fiskistofa hefur tekið saman gögn um muninn á íshlutfalli við endurvigtun eftir því hvort eftirlitsmaður er viðstaddur eða ekki fyrir nóvember og desember 2017.
Fiskistofa hefur tekið saman gögn um muninn á íshlutfalli við endurvigtun eftir því hvort eftirlitsmaður er viðstaddur eða ekki fyrir nóvember og desember 2017. Sjá upplýsingar hér: http://www.fiskistofa.is/umfiskistofu/frettir/ishlutfall-i-afla

Þá hefur Fiskistofa nú birt stöðu álagningar veiðigjalds eftir greiðendum fyrir fyrsta fjórðung yfirstandandi fiskveiðiárs, heildar álagningin á því tímabili nemur tæpum þremur milljörðum króna. Á sömu síðu og undirsíðu hennar er að finna yfirlit yfir álagningu veiðigjalda allt frá 2012/2013 eða síðan sérstakt veiðigjald var lagt á í fyrsta skipti. Sjá hér: http://www.fiskistofa.is/fiskveidistjorn/veidigjold/

Ennfremur er bent á að hægt er að skoða aflabrögð og kvótastöðu eftir fyrsta fjórðung fiskveiðiársins 2017/2018. Sjá hér: http://www.fiskistofa.is/veidar/aflaupplysingar/aflatolurfiskistofu/

Margþætt yfirlit yfir fiskveiðiárið 2016/2017 má finna hér: http://www.fiskistofa.is/veidar/aflaupplysingar/yfirlit-sidasta-fiskveidiars/

10.Ábyrgð umboðsmanna skemmtiferðaskipa

Málsnúmer 1706060Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá Landslögum um ábyrgð umboðsmanna skemmtiferðaskipa, vegna erindis Gara Agents & Shipbrokers þar sem óskað er eftir að hafnir veiti 60 daga greiðslufrest á reikningum sínum.
Lagt fram til kynningar.

11.Endurnýjun búnaðar við bátadælu

Málsnúmer 1802014Vakta málsnúmer

Skeljungur áformar að endurnýja búnað við bátadælu á Siglufirði. Í stað tanksins sem er þar nú sem er einfaldur stáltankur munu þeir setja niður tvöfaldan stáltank með ákeyrsluvörn í suður og austur. Staðsetning tanksins yrði sú sama og er á núverandi tank.
Hafnarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

12.Fyrirmynd að ákvæði í gjaldskrá vegna sorpmála

Málsnúmer 1801058Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fyrirmynd að ákvæði í gjaldskrá vegna sorpmála frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

13.Umsókn um stöðuleyfi fyrir tvo frystigáma

Málsnúmer 1802097Vakta málsnúmer

Fiskmarkaður Siglufjarðar sækir um stöðuleyfi fyrir tvo frystigáma sem staðsettir yrðu á Bæjarbryggju.
Steingrímur Óli Hákonarson vék af fundi undir þessum lið.

Hafnarstjórn samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.

14.Fundargerðir Hafnasambands Íslands - 2018

Málsnúmer 1801012Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 400. fundargerð Hafnasambands Íslands.

Fundi slitið - kl. 18:30.