Skóladagatöl 2021-2022

Málsnúmer 2101062

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 97. fundur - 01.03.2021

Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Brynhildur R. Vilhjálmsdóttir fulltrúi kennara skólans ásamt fulltrúum leikskólans, Olgu Gísladóttur skólastjóra og Fanneyju Jónsdóttur fulltrúa starfsmanna.
Drög að skóladagatölum leik- og grunnskóla fyrir skólaárið 2021-2022 lögð fram til kynningar. Lögð er áhersla á að haustfrí, vetrarfrí og skipulagsdagar séu samræmdir með skólum Dalvíkurbyggðar með skipulag skólastarfs Tónlistarskólans á Tröllaskaga í huga. Stefnt er að því að leggja lokaútgáfu skóladagatala fyrir nefndina í apríl.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 99. fundur - 03.05.2021

Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri leikskólans, Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskólans, Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri grunnskólans og Halldóra Elíasdóttir fulltrúi kennara grunnskólans. Skóladagatöl Leik- og Grunnskóla Fjallabyggðar lögð fram til kynningar. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir skóladagatölin fyrir sitt leyti.