Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

95. fundur 11. janúar 2021 kl. 15:00 - 15:35 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
  • Hólmar Hákon Óðinsson varaformaður I lista
  • Tómas A. Einarsson varamaður, D lista
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir aðalmaður, I lista
  • Diljá Helgadóttir aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda og menningarmála

1.Styrkumsóknir 2021 - Fræðslumál

Málsnúmer 2009073Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd fór yfir styrkumsóknir fyrir árið 2021 til fræðslumála. Fræðslu- og frístundanefnd vísar tillögu um úthlutun til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2.Grunnskóli Fjallabyggðar - skipulag starfsstöðva

Málsnúmer 2101023Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd óskar eftir umsögn frá skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar um faglegan ávinning þess að færa skólastarf 5. bekkjar í starfsstöðina við Tjarnarstíg Ólafsfirði sem nú hýsir starf 6.-10.bekkjar. Einnig óskar nefndin eftir úttekt á möguleikum þessara skipulagsbreytinga með tilliti til húsnæðis, skólarútu o.s.frv.

Fundi slitið - kl. 15:35.