Grunnskóli Fjallabyggðar - skipulag starfsstöðva

Málsnúmer 2101023

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 95. fundur - 11.01.2021

Fræðslu- og frístundanefnd óskar eftir umsögn frá skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar um faglegan ávinning þess að færa skólastarf 5. bekkjar í starfsstöðina við Tjarnarstíg Ólafsfirði sem nú hýsir starf 6.-10.bekkjar. Einnig óskar nefndin eftir úttekt á möguleikum þessara skipulagsbreytinga með tilliti til húsnæðis, skólarútu o.s.frv.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 96. fundur - 08.02.2021

Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri grunnskólans og Halldóra María Elíasdóttir fulltrúi kennara.
Skólastjóri fór yfir minnisblað sitt um skipulag starfsstöðva Grunnskóla Fjallabyggðar sem nefndin hafði óskað eftir á síðasta fundi hennar.
Fræðslu- og frístundanefnd felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.