Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

137. fundur 11. mars 2024 kl. 16:30 - 18:15 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Jakob Kárason aðalmaður, A lista
  • Sandra Finnsdóttir aðalmaður, D lista
  • Katrín Freysdóttir aðalmaður, H lista
  • Bryndís Þorsteinsdóttir aðalmaður, A lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála
Viktor Freyr Elísson formaður boðaði forföll og ekki náðist að boða varamann hans. Jakob Örn Kárason varaformaður stýrði fundi.

1.Opnunartími Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar um páska 2024

Málsnúmer 2403021Vakta málsnúmer

Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar verðar opnar um páska 2024.
Samþykkt
Forstöðumaður íþróttamiðstöðvar, Skarphéðinn Þórsson, sat undir þessum dagskrárlið. Hann fór yfir opnunartíma um páska. Íþróttamiðstöðin verður opin kl. 10 - 18 alla páskadagana. Opnunartíminn er eins í báðum íþróttamiðstöðvum.

2.Áframhaldandi samráð um skólaþjónustu

Málsnúmer 2402054Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frumvarp til laga um inngildandi menntun. Frumvarpið er til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda til 12. mars nk. Lögin fjalla um inngildandi menntun barna og ungmenna í leik-, grunn- og framhaldsskólum og frístundastarfi um allt land og skipulag þjónustu við inngildandi menntun.
Lagt fram til kynningar
Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir helstu atriði laganna.
Lagt fram til kynningar.

3.Endurskoðun afsláttarkjara vegna leikskólagjalda í Fjallabyggð

Málsnúmer 2403008Vakta málsnúmer

Erindi barst frá fulltrúum H-listans þar sem óskað er eftir að afnám námsmannaafsláttar af leikskólagjöldum, í kjölfar breytinga á reglum um umsóknir og innritun í Leikskóla Fjallabyggðar í október 2023, verði tekið til endurskoðunar. Óskað er eftir birtingu erindisins með fundargerð.
Afgreiðslu frestað
Fræðslu- og frístundanefnd þakkar fyrir erindið. Nefndin felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að taka saman upplýsingar um afsláttarkjör nágrannasveitarfélaga og skoða hvort og með hvaða hætti komið er til móts við námsmenn í gjaldskrám leikskóla. Umræðu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 18:15.