Endurskoðun afsláttarkjara vegna leikskólagjalda í Fjallabyggð

Málsnúmer 2403008

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 137. fundur - 11.03.2024

Erindi barst frá fulltrúum H-listans þar sem óskað er eftir að afnám námsmannaafsláttar af leikskólagjöldum, í kjölfar breytinga á reglum um umsóknir og innritun í Leikskóla Fjallabyggðar í október 2023, verði tekið til endurskoðunar. Óskað er eftir birtingu erindisins með fundargerð.
Afgreiðslu frestað
Fræðslu- og frístundanefnd þakkar fyrir erindið. Nefndin felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að taka saman upplýsingar um afsláttarkjör nágrannasveitarfélaga og skoða hvort og með hvaða hætti komið er til móts við námsmenn í gjaldskrám leikskóla. Umræðu frestað til næsta fundar.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 138. fundur - 08.04.2024

Afgreiðslu máls frestað á síðasta fundi fræðslu- og frístundanefndar.
Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir minnisblað með samantekt á veittum styrkjum til námsmanna í nokkrum sveitarfélögum. Nefndin ræddi mismunandi útfærslur á afsláttum sveitarfélaga s.s. tekjutengda afslætti, námsmannaafslætti o.s.frv.
Ákveðið að fresta afgreiðslu og skoða betur mögulegar útfærslur á afsláttarkjörum.