Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

122. fundur 06. mars 2023 kl. 16:30 - 18:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Viktor Freyr Elísson formaður, D lista
  • Jakob Kárason aðalmaður, A lista
  • Sandra Finnsdóttir aðalmaður, D lista
  • Katrín Freysdóttir aðalmaður, H lista
  • Bryndís Þorsteinsdóttir aðalmaður, A lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála

1.Reglur um styrki til nema í leikskólakennarafræðum í Fjallabyggð

Málsnúmer 2303005Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti á 222. fundi sínum sérstakan stuðning við einstaklinga sem vinna við Leikskóla Fjallabyggðar og eru jafnframt í námi í leikskólakennarafræðum.
Samþykkt
Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir drög að reglum um sérstakan stuðning Fjallabyggðar við starfsfólk Leikskóla Fjallabyggðar sem jafnframt eru í námi í leikskólakennarafræðum. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir að vísa drögum, með ákveðnum breytingartillögum, til bæjarráðs.

2.Siðareglur kjörinna bæjarfulltrúa 2022 - 2026

Málsnúmer 2301062Vakta málsnúmer

Siðareglur kjörinna bæjarfulltrúa lagðar fram til kynningar í nefndinni.
Lagt fram til kynningar
Siðareglur yfirlesnar og lagðar fram til kynningar.

3.Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna

Málsnúmer 2101038Vakta málsnúmer

Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna tóku gildi 1. janúar 2022. Þeim er ætlað að stuðla að farsæld barna. Meginmarkmið laganna er að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Í Fjallabyggð er að störfum innleiðingarhópur sem heldur utan um innleiðingu í viðeigandi stofnunum.
Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir helstu þætti laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og upplýsti um stöðu innleiðingar í Fjallabyggð. Deildarstjóri benti m.a. á upplýsingatexta á vef Fjallabyggðar, Farsæld barna í Fjallabyggð. Fræðslu- og frístundanefnd lýsir ánægju sinni með þetta stóra framfaraskref til farsældar fyrir börn og unglinga og hlakkar til að fylgjast með þróun málsins í framtíðinni.

Fundi slitið - kl. 18:00.