Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

120. fundur 09. janúar 2023 kl. 16:30 - 17:15 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Jakob Kárason aðalmaður, A lista
  • Karen Sif Róbertsdóttir varamaður, D lista
  • Katrín Freysdóttir aðalmaður, H lista
  • Bryndís Þorsteinsdóttir aðalmaður, A lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála
Viktor Freyr Elísson formaður boðaði forföll og varamaður hans einnig. Jakob Örn Kárason varaformaður stýrði fundi.

1.Bréf til sveitarfélaga - Betri vinnutími í leikskólum

Málsnúmer 2209027Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðuna á málinu með fræðslu- og frístundanefnd.
Lagt fram til kynningar
Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir erindi stýrihóps um betri vinnutíma hjá Félagi leikskólakennara. Erindið varðar styttingu vinnutíma stéttarinnar og með hvaða móti hægt verður að koma á fullri vinnustyttingu fyrir lok gildistíma kjarasamnings sem er 31. mars 2023. Deildarstjóri fór yfir þá vinnu sem sett hefur verið í málið og stöðu þess. Bæjarráð hefur falið deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og skólastjóra Leikskóla Fjallabyggðar að gera tillögur að útfærslu á fullri styttingu vinnutíma með þeim hætti að ekki komi til skerðingar á þjónustu.
Staða málsins lögð fram til kynningar fyrir nefndina.

2.Fundardagatal nefnda 2023

Málsnúmer 2212052Vakta málsnúmer

Fundardagatal nefnda og ráða Fjallabyggðar fyrir árið 2023 lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Fundardagatal nefnda og ráða Fjallabyggðar fyrir árið 2023 lagt fram til kynningar. Fræðslu- og frístundanefnd fundar að jafnaði fyrsta mánudag í mánuði kl. 16:30. Enginn fundur er þó í júlí.

3.Styrkumsóknir 2023 - Fræðslumál

Málsnúmer 2210039Vakta málsnúmer

Umsóknir um styrk til fræðslumála 2023 lagðar fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Fræðslu- og frístundanefnd gerir tillögu um úthlutun fræðslustyrkja fyrir árið 2023 og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

4.Umsóknarfrestur um ytra mat á skólastarfi.

Málsnúmer 2212054Vakta málsnúmer

Kynningarbréf frá Geta - gæðastarf í skólum lagt fram. Geta býður sveitarfélögum upp á ytra mats úttekt á skólastarfi.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar fyrir nefndina.
Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja og vinnuskóla hefur látið af störfum hjá Fjallabyggð eftir 29 ára starf. Fræðslu- og frístundanefnd vill þakka Hauki fyrir vel unnið og óeigingjarnt starf fyrir Fjallabyggð og býður Skarphéðinn Þórsson, eftirmann hans velkominn til starfa.

Fundi slitið - kl. 17:15.