Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

113. fundur 22. ágúst 2022 kl. 16:30 - 18:00 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Viktor Freyr Elísson formaður, D lista
  • Jakob Kárason varamaður, A lista
  • Bryndís Þorsteinsdóttir varamaður, A lista
  • Sandra Finnsdóttir aðalmaður, D lista
  • Katrín Freysdóttir aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála

1.Opnunartími íþróttamiðstöðva vetur 2022-2023

Málsnúmer 2208044Vakta málsnúmer

Forstöðumaður íþróttamannvirkja kynnir tillögu að opnunartíma Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar fyrir veturinn 2022-2023.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja og kynnti tillögu að opnunartíma Íþróttamannvirkja Fjallabyggðar fyrir veturinn 2022-2023. Vetraropnun tekur gildi 3. september næstkomandi.

2.Leikskóli Fjallabyggðar, skólastarf 2022-2023

Málsnúmer 2208046Vakta málsnúmer

Skólastjóri leikskólans fer yfir skólabyrjun leikskólans haustið 2022.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna. Skólastjóri fór yfir byrjun nýs skólaárs leikskólans. Skólaár hófst með skipulagsdegi 15. ágúst síðastliðinn með faglegu undirbúningsstarfi svo og skipulagsvinnu. Nemendur leikskólans eru um 100 við upphaf skólaársins en að vori 2023 er áætlaður fjöldi rúmlega 120. Stöðugildi eru nú 32 við leikskólann.

3.Grunnskóli Fjallabyggðar, skólastarf 2022-2023

Málsnúmer 2208045Vakta málsnúmer

Skólastjóri grunnskólans fer yfir skólabyrjun haustið 2022.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Elfa Sif Kristjánsdóttir fulltrúi foreldra og Halldóra María Elíasdóttir fulltrúi kennara. Skólastjóri fór yfir byrjun nýs skólaárs grunnskólans. Nemendur eru 220 við upphaf skólaárs sem er nokkur fjölgun frá síðasta skólaári. Skólasetning grunnskólans fór fram í dag 22. ágúst.

4.Frístund, haust 2022

Málsnúmer 2208047Vakta málsnúmer

Deildarstjóri fræðslu-, frístundar- og menningarmála fór yfir skipulagið í Frístund á haustönn 2022.
Lagt fram til kynningar
Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir skipulagið í Frístund á haustönn 2022. Mikil þátttaka er í Frístund, yfir 90% nemenda 1.-4. bekkja eru skráðir þegar mest er. Frístund er samstarf Fjallabyggðar, grunnskólans, íþróttafélaga og tónlistarskólans og fer fram í klukkustund daglega að lokinni kennslu nemenda í 1.-4. bekk.

Fundi slitið - kl. 18:00.