Leikskóli Fjallabyggðar, skólastarf 2022-2023

Málsnúmer 2208046

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 113. fundur - 22.08.2022

Skólastjóri leikskólans fer yfir skólabyrjun leikskólans haustið 2022.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna. Skólastjóri fór yfir byrjun nýs skólaárs leikskólans. Skólaár hófst með skipulagsdegi 15. ágúst síðastliðinn með faglegu undirbúningsstarfi svo og skipulagsvinnu. Nemendur leikskólans eru um 100 við upphaf skólaársins en að vori 2023 er áætlaður fjöldi rúmlega 120. Stöðugildi eru nú 32 við leikskólann.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 115. fundur - 03.10.2022

Skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar fer yfir starfsmannahald og þann mönnunarvanda sem blasir við skólanum.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna. Skólastjóri fór yfir starfsmannamál leikskólans en erfiðlega hefur gengið að ráða í lausar stöður í leikskólanum og tilfallandi afleysingar. Ljóst er að mikilvægt er að skoða með hvaða hætti hægt er að bregðast við stöðunni.