Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

105. fundur 24. nóvember 2021 kl. 16:30 - 18:50 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Hólmar Hákon Óðinsson varaformaður I lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varamaður, D lista
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir aðalmaður, I lista
  • Þorgeir Bjarnason varamaður, H lista
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála

1.Fjárhagsáætlun 2022 - Tillaga að fjárhagsáætlun

Málsnúmer 2109055Vakta málsnúmer

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Undir þessum lið sat forstöðumaður íþróttamannvirkja. Fræðslu- og frístundanefnd fór yfir tillögu að fjárhagsáætlun v. íþrótta- og æskulýðsmála. Nefndin samþykkir tillögu að fjárhagsáætlun fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2.Gjaldskrár 2022

Málsnúmer 2111018Vakta málsnúmer

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Undir þessum lið sat forstöðumaður íþróttamannvirkja. Fræðslu- og frístundanefnd fór yfir tillögu að gjaldskrá íþróttamiðstöðvar og viðauka við gjaldskrána. Gjaldskrár eru hækkaðar um 2,4%. Nefndin samþykkir tillögu að gjaldskrá og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

3.Frístundastyrkir Fjallabyggðar - reglur

Málsnúmer 1611062Vakta málsnúmer

Vísað til umsagnar og afgreiðslu
Undir þessum lið sat forstöðumaður íþróttamannvirkja.
Fræðslu- og frístundanefnd fór yfir reglur um frístundastyrki 2022. Frá 1. janúar 2022 verður frístundastyrkjum útdeilt rafrænt gegnum Sportabler og leggur nefndin til breytingar á reglum um úthlutun frístundastyrkja í samræmi við það og vísar tillögu að breyttum reglum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

4.Nýting leikskólavistunar á milli jóla og nýárs 2021

Málsnúmer 2111056Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar.
Fræðslu- og frístundanefnd leggur til að foreldrum leikskólabarna í Fjallabyggð verðið boðin niðurfelling á vistunargjaldi fyrir dagana 27.-30. desember 2021 ákveði þeir að nýta ekki vistun fyrir barn sitt þá daga. Leikskólastjóra er falið að kynna fyrir foreldrum og taka við skráningu.

Fundi slitið - kl. 18:50.